27.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 352 í B-deild Alþingistíðinda. (753)

24. mál, stofnun Landsbanka

Ráðherrann (H. H.):

Eg verð að játa að mér er ekki fullkomlega ljóst hvaða gagn útbú erlendis gæti gert fyrir Landsbankann, þrátt fyrir upplýsingar hv. 1. þm. G.-K. (B. K.) og hv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ó.).

Bankaútbú fá veltufé sitt frá aðalbankanum, og eru sett til þess að reka bankastörf fyrir aðalbankans hönd. Hefir Landsbankinn svo mikið fé aflögu, að hann þurfi að koma því í útlán eða veltu erlendis?

Að því er snertir innheimtu gerði það ekki mikla breytingu þó að útbú væri t. d. í Kaupmannahöfn.

Flestir viðskiftamenn á Englandi og á Þýzkalandi sendu innheimtur sínar beint til bankanna hér, eða mundu snúa sér til Kaupmannahafnarbankanna fyrst eftir sem áður, þótt útbú væri. Það er ómögulegt að fyrirskipa þeim að láta útbúið njóta viðskifta sinna.

En ef hv. þingdeild sýnist að setja þessa nýju útbúsheimild inn í lögin, virðist í öllu falli sjálfsagt að binda hana við samþykki ráðherra, eins og útbússtofnanir á Akureyri, Ísafirði og Seyðisfirði eru bundnar við samþykki landshöfðingja í lögunum um stofnun Landsbanka 1885.