08.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 364 í B-deild Alþingistíðinda. (769)

24. mál, stofnun Landsbanka

Bjarni Jónsson:

Eg vil að eins gera þá athugasemd, að ef hv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ó.) hyggur að hann hafi sannfært mig með þessum rökum, eða aðra, þá er það hans auðuga ímyndunarafli að kenna. Aðalatriðið er að taka burt það ákvæði, sem segir að útbúið skuli vera á Seyðisfirði, en það er líka nóg, og það vil eg láta eftir höfundi frumvarpsins, en ekki hitt, að skipa þá í staðinn að það skuli vera í Suður-Múlasýslu, því á bankastjórnin að ráða, og eg vil að þess sé gætt, að hún hafi óbundnar hendur. Það hefir hún ekki nú, og ekki heldur eftir till. hans, en hún hefir það eftir minni till. Þetta er svo einfalt mál, að ekki þýðir að reyna að flækja það.