27.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 368 í B-deild Alþingistíðinda. (776)

30. mál, mótak

Ráðherrann (H. H.):

Eg vildi einungis spyrja hv. framsögum. (Ó. B.) hvort ætlast er til með þessari viðaukatillögu við 2. gr. að jafnvel ómálga börn megi eiga hlutdeild í slíkum málum er hér ræðir um. Tillagan gefur fullkomlega ástæðu til að álíta það, þar sem ekkert aldurstakmark er sett. Svo sem hún er, virðist gersamlega ómögulegt að samþykkja hana.