23.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 370 í B-deild Alþingistíðinda. (784)

31. mál, ófriðun og eyðing sels

Flutn.m. (Sigurður Sigurðsson:

Frumvarp þetta er flutt hér samkvæmt tillögu er kom fram á þingmálafundi við Ölfusárbrú 3. þ. m. Annars er málið ekki nýtt. Það hefir oft verið til umr. á Alþingi áður fyr, og síðast 1901; en þá var málið sótt eða flutt í öðru formi en nú. Þá var farið fram á, að selir skyldu vera réttdræpir í laxveiðiám. En hér er önnur leið valin sem miðar þó að sama takmarki, sem sé sú, að veita sýslunefndum heimild til að gera samþyktir um eyðing eða útrýming sels úr veiðiám, án þess þó, að selveiðendur eða eggverseigendur verði beittir nokkrum órétti.

Eg vona að frumvarpið fái góðar undirtektir. Legg eg til að málinu verði vísað til 2. umr. og síðan til sömu nefndar og frumvarpinu um mótak.