31.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 370 í B-deild Alþingistíðinda. (786)

31. mál, ófriðun og eyðing sels

Framsögum. (Pétur Jónsson):

Það er víst af því að eg er landkrabbi, að eg hefi gleymt að eg er framsögum. í þessu máli.

Eg hefi annars enga framsögu að flytja. Þetta er að einföld samþyktarheimild fyrir sýslunefndir til að eyða sel úr veiðiám og eru í frv. settar allar venjulegar tryggingar.

Þetta frv. er fram komið samkvæmt ósk búenda, er veiðirétt eiga í Ölfusá, og er helzt miðað við það svæði. Það er ekki hægt að benda á neina hættu, er stafað geti af þessu, en álíta má að selir geri meiri skaða en gagn. Eg vil því leyfa mér að mæla með að frv. verði samþykt eins og það liggur fyrir.