03.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 379 í B-deild Alþingistíðinda. (803)

36. mál, sala á eign Garðakirkju

Pétur Jónsson:

Af því að eg við fyrri umr. þessa máls gerði athugasemdir við það, skal eg geta þess, að nú er eg hefi athugað það nánar, hefi eg fyrir mitt leyti ekkert á móti sölunni.

Eg hefi fengið að vita, að í þessu landi eru engin býli, og eg fæ ekki séð að sneitt sé að þeim býlum er nærri liggja. Sumt af þessu landi er reyndar ekki nauðsynlegt fyrir þorp eins og Hafnarfjörð, en þó mundi ekki hugsanlegt að selja að eins hluta af því, því þá er hætt við, að það sem eftir væri skilið yrði einskis virði.

Eg get þess vegna mælt með frumv. eins og það liggur fyrir.