19.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 417 í B-deild Alþingistíðinda. (831)

37. mál, vörutollur

Matthías Ólafsson:

Mér virtist svo sem mér væri borið það á brýn, að eg hefði gert mig sekan í hugsunarvillu, með því að þetta frv. felur líka í sér toll á kolum, en það er munur, hvort alt er tollað, eins og hér er gert, eða þá kolin ein. Þess utan liggja hér fyrir br.till. við frv., þar á meðal ein frá hv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.), sem mundu gera enn minna úr þessum tolli á kolum, ef þær yrðu samþ., og er eg því þeim auðvitað meðmæltur.

Út af því sem talað hefir verið um langar umr., skal eg taka það fram, að eg álit það litlar upplýsingar fyrir þetta mál, hvað einhver maður hefir sagt einhvern tíma, fyrir löngu, um annað mál, það lengir þingtímann og er öldungis óþarft.