25.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 444 í B-deild Alþingistíðinda. (860)

115. mál, styrktarsjóður barnakennara

Flutningsm. (Lárus)H. Bjarnason):

Maðurinn sem eg hefi fyrir mér, eg hefi bréf frá honum, er Hallgrímur Jónsson kennari (Jón Magnússon: Já, það var einmitt Hallgrímur Jónsson) og kveðst hann hafa að baki sér 30—40 Reykjavíkurkennara, sem allir, kvennkennarar jafnt sem karlkennarar, óski nefndra breytinga. Þótt að frv. frá 1909 kunni að vera svo til orðið sem háttv. þm. segir, þá leiðir engan veg af því að það sé svo gott, að það verði ekki bætt. Og þó að margar konur séu nú kennarar, þarf það alls ekki að mæla á móti því að ekkjum verði heimilaður styrkur úr sjóðnum, enda kváðu Reykjavíkur kenslukonurnar einnig mæla með því nýmæli. Meira að segja, því fleiri sem þær eru, því óviðsjálara er að heimila það frá hagsmunasjónarmiði sjóðsins. En út af því sem háttv. þm. sagði, að kennarafélagið væri á móti breytingum á lögunum, sem eg heyri fyrst nú, býst eg við að hin háttv. deild vilji heldur skipa nefnd í málið. Eg leyfi mér því að gera það að tillögu minni, að 3 manna nefnd verði skipuð í málið.