06.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 454 í B-deild Alþingistíðinda. (873)

115. mál, styrktarsjóður barnakennara

Bjarni Jónsson:

Eg vil beina þeirri spurningu til hv. 1. þm. þm. Rang. (E. J.), hvað hann haldi marga bændur er eigi hafi meiri tekjur alls og alls en kennarar hafa. Eins fýsir mig að heyra, hvort það sé ekki til eflingar atvinnuvegum að menn séu látnir læra til nytsemdar sér. Þeim æti að lærast það einhverntíma, þessum herrum, að það er fleira en aukinn mör og ull, sem eykur framleiðslu og arð.