08.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 458 í B-deild Alþingistíðinda. (879)

115. mál, styrktarsjóður barnakennara

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg vil aðeins segja, að mig furðar ekki eins mikið á neinu, sem fram hefir komið í þessu máli, eins og þessari br.till., sem fer fram á að svifta barnakennara styrk af landssjóði. (Sigurður Sigurðsson: Þeir hafa styrk úr landssjóði). Mér finst ef nokkur stétt í landinu ætti heimtingu á sómasamlegum eftirlaunum, þá sé það barnakennarastéttin. Eg skal ekki fjölyrða um þetta, en aðeins endurtaka það, að eg er öldungis hlessa á því að þingmenn koma fram með slíka brt.