21.08.1912
Efri deild: 31. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í B-deild Alþingistíðinda. (90)

10. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Guðjón Guðlaugsson:

Því er ver og miður, að jeg er kunnugri en allir aðrir háttv. þingdeildarmenn á því svæði, er háttv. þm. Skgf. leggur til að lína sje lögð um. Jeg vildi helzt vera laus við að mæla á móli henni, þar sem þar eiga hlut að máli sama sem sveitungar mínir og viðskiftamenn, sem eiga gott eitt skilið af mjer. En jeg fæ þó ekki varizt þess, að það er eitt, sem vantar að nefna í brtill. og ekki er hægt að nefna þar, og það er það, að ekkert er tekið til um, hve tillagið til hennar eigi að vera mikið, og það hlýtur að ríða henni að fullu. Neðri deild yrði að færa þetta í lag, ef það yrði samþykt hjer. Af þessu leiddi það, að frumv. yrði að koma hingað aftur, og þá mundi frumv. ekki geta orðið afgreittsem lög frá þessu þingi. Það mælir og ámóti þessari brtill., að í 4. gr. frumv. er talað um síma um Barðastrandarsýslu, en þessi símalina, sem hjer er farið fram á, er Barðastrandarsími. Jeg er og mjög efins í að rjett sje, að leggja Barðastrandarsímann þessa leið. Jeg skal taka það fram, að leggja hann frá Búðardal, en ekki frá Hólmavík. leggja hann frá Búðardal og að Gilsfirði, þá eru tvær flugur slegnar í sama höggi, sími, sem farið hefur verið fram á í háttv. Nd. að lægi frá Búðardal að Gilsfirði, verzlunarstaðnum Tjaldanesi, og svo er aðeins Gilsfjörðurinn, sem er ekki breiðari en stór á, og þá er komið í Barðastrandarsýslu, á þann eina verzlunarstað, sem þegar er ekki kominn í símasamband í Barðastrandarsýslu (Króksfjarðarnes).

En sem sagt, þó að hjer sje ekkert nýtt samþykt, þá er í 4. gr. frumv. tilnefndur Barðastrandarsími, og gæti því orðið sá sami, sem brtill. fer fram á, því símastjórinn sagði, að það væri ekki fast ákveðið enn, hvar þessi lína um Barðastrandarsýslu skyldi liggja. Jeg held því, að það sje ekki hægt að samþ. þessa brtill. nú, og það sje rjettara, að halda sjer við það, sem ákveðið er nú í frumv.