29.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 483 í B-deild Alþingistíðinda. (917)

51. mál, íslenskt peningalotterí

Jóhannes Jóhannesson:

Eg er hlyntur því, að málið gangi til skattamálanefndarinnar til athugunar. Meðal annars skal eg benda á það, að samkvæmt staflið f. í 1. gr. er misserisgjaldið ekki nema 2% af iðgjöldunum og þó ekki nærri eins hátt og eg veit að tíðkast í lotteríum annarstaðar, og væri vert að nefndin íhugaði, hvort eigi mætti hækka það að mun. Ennfremur er einkaleyfistíminn, sem í frv. er ákveðinn 40 ár, þó að slíta megi eftir 15 ár, ískyggilega langur.

Loks vil eg biðja nefndina að athuga hvort eigi væri rétt, að leyfishafarnir notuðu rétt sinn eftir frv. innan ákveðins tíma, þannig að veita mætti öðrum leyfið ef þeir gerðu það ekki.