31.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 555 í B-deild Alþingistíðinda. (957)

52. mál, Grundarkirkja

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Þegar Grundarbóndinn keypti sitt óðal, þá hlaut hann að vita, að hverju hann gekk, og að hann losnaði ekki við kvöðina, nema hann losnaði við jörðina. Kirkjan fylgir Grundartorfunni. Þess vegna var ástæðulaust fyrir háttv. 1. þm. Eyf. (St. St.) að reyna að gera gys að því, þótt eg mintist svo á Grundartorfuna, sem eg gerði. Og eg tek undir það, að ef veita ætti verðlaun fyrir hverja timburkirkju, sem reist er á landi hér, þá er eg hræddur um að það kunni að draga óþægilega dilka á eftir sér, og mönnum á ekki að haldast það uppi, þegar þeir hafa reist kirkjur, sem eru ómagar, að demba þá þeim ómögum á landssjóð. Ef þeir vilja láta þá ómaga lifa, þá verða þeir að leggja á borð með þeim, gera eins og eg sagði, gefa með þeim óðalið, sem kirkjan fylgir.