05.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 576 í B-deild Alþingistíðinda. (998)

64. mál, forkaupsréttur landssjóðs

Bjarni Jónsson:

Eg vil leyfa mér að mæla með því að málið verði sett í nefnd. Eg held að réttast væri að lög væru sett um það að landið hefði forkaupsrétt að öllum jörðum. Þá hygg eg að á hverju fjárhagstímabili yrði veitt nokkuð fé til jarðakaupa, svo að landssjóður innan skamms ætti allar jarðir í landinu — landið ætti sig sjálft.

Eg vona að eg geti komið að þessu aftur síðar, en skal ekki tala frekar að sinni.