05.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 577 í B-deild Alþingistíðinda. (999)

64. mál, forkaupsréttur landssjóðs

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg er hlyntur frv., en eg er enn hlyntari því með þeim breytingum sem háttv. 2. þm. Hún. (Tr. B.) lagði til, og vil eg því styðja tillögu um að skipa nefnd í málið. En úr því eg stóð upp vil eg geta þess að mig furðar á því, að þetta frv. skuli koma frá háttv. 1. þm. Eyf. (St. St.) sem barðist fyrir því á næst síðasta þingi að höfð væru að engu lögin um forkaupsrétt sveitafélaga. (Stefán Stefánsson: Þetta er hreinn misskilningur). Eg veit ekki hvort háttv. þm. man eftir jörð sem heitir Kjarni! Mér finst kenna hér ósamkvæmni hjá honum. (Stefán Stefánsson. Þar barðist eg fyrir forkaupsrétti sveitarfélaga).