18.08.1913
Neðri deild: 37. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1371 í C-deild Alþingistíðinda. (1002)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Kristinn Daníelsson:

Á þgskj. 399 er örlítil breytingartillaga, sem eg hefi leyft mér að bera fram. Hún er svo lítil. að það tekur því varla að vera að tala um sparnað eða eyðslu í sambandi við hana.

Háttv. framsögumanni fjárlaganefndar fórust vel orð um hana, svo eg vona að hún mæti ekki miklum mótmælum. Tillagan er um að veita Sighvati Grímssyni lítilsháttar styrk til að kanna skjöl Hólastiftis. Er háttv. þingmönnum ekki ókunnugt um, að hann hefir áður fengið slíka styrki til að vinna að sama konar verki. Maðurinn er fátækur alþýðu maður, en vel fróður um þessi efni. Þingið hefir að undanförnu góðfúslega Lagt honum þennan styrk, og treysti eg því, að það veiti honum styrkinn enn þá, til þess að hann geti haldið áfram þessu starfi sínu. Hann er búinn að rannsaka skjöl, þau er snerta Skálholtsstifti, en á eftir að rannsaka skjöl Hólastiftis. Þótt hann sé nú kominn hátt á efra aldur, langar hann samt til að geta lokið því starfi.

Skal eg svo ekki fara fleiri orðum um þetta mál, en vona að þingið sjái sér fært að veita þennan lítilfjörlega styrk.

Um aðrar breytingartillögur, sem fyrir liggja í dag, skal eg ekki fjölyrða. Enda þótt menn langi til að gera grein fyrir skoðunum sínum, verður það þó aðallega að sjást á atkvæðagreiðslunni, hvaða afatöðu menn taka til inna einstöku mála. En eg get ekki látið hjá líða að minnast á eitt atriði, sem hefir verið til umræðu í dag. Það er unglingaskólinn á Núpi. Eg vil styðja brtill. á þgskj. 366, um að honum verði veittur viðunanlegur styrkur.

Hin breytingartillagan um þetta efni á þgskj. 360. frá háttv. þm. Dal. (B. J.), fer fram á að veita eina fjárveitingu, er skiftist á milli allra unglingaskóla. Eg gæti að mörgu leyti gengið inn á þessu tillögu, en eins og á stendur, held eg að hún sé ekki heppileg, enda býst eg við, að hún nái ekki fram að ganga, og mun eg því styðja sem bezt tillöguna um styrk til skólans á Núpi.

Ekki er eg heldur ánægður með það, að háttv. þm. Dal komst að þeirri niðurstöðu, að styrkurinn ætti að verða lægri, því að styrkur, sem er ætlaður til alþýðufræðslu, á ekki að lækka, heldur fara vxandi.

Það má ekki gleyma alþýðufræðslunni þegar verið er að tala um listir og vísindi, því hún er einmitt skilyrðið fyrir því, að menn geti notið árangursins af listum og vísindum. Það er fyrst fyrir hana að menn sjá, að vísindin efla alla dáð.

Eg vil mæla sem allra bezt með skólanum á Núpi. Fyrir honum stendur maður, sem að allra dómi er mjög vel hæfur til að standa fyrir slíkum skóla. Hefir hann lagt í skólann alt starf sitt. Ber nauðsyn til að hjálpa honum svo að ið mikilvæga starf hana verði ekki til ónýtis.

Eg skal ekki fara út í aðalumræðuefnið í dag, styrkinn til skálda og vísindamanna. Eg er samdóma þeim mönnum, sem tekið hafa fram, hvílíkur hagur þjóðinni er að slíkum mönnum. Að vísu hefir stundum verið sagt, að þeir verði mestir snillingarnir, sem mesta erfiðleikana eigi við að stríða, meðan þeir eru að komast áfram. Það kann að vera að eitthvert sannleikskorn finnist í þessu, að það herði og stæli, að eiga við erfiðleika að berjast, en það er hverfandi lítið í samanburði við ið ósanna, sem í því felst, því sannarlega er margt gullkornið og gimsteinninn, sem fer forgörðum af því að erfiðleikarnir urðu yfirsterkari. Að minsta kosti finst mér það óréttlátt að þeir sem hafa haft styrk að undnförnu, séu sviftir þeim styrk, sem þeir hafa búist við að halda.

Þá er ein tillaga, sem eg vil minnast á, það er sú á þgskj. 445 frá háttv. 2. þm. S.-Múl. (G. E.). Hann fer fram á að styrkurinn til Goodtemplara falli niður. Hann sagðist greiða atkvæði með þessari tillögu með ljúfu geði, og er það þó ótrúlegt, þar sem hann þó viðurkendi, að reglan hefði unnið margt þarft verk. Eg skil ekki, hvernig þm. fer að færa þetta fram samkvæmt rökfræðisreglum. Þessi svifting styrksins kæmi alveg að óvörum, því að reglan hefir talið það víst, að hann héldi þessum styrk.

Háttv. þingm. bar fyrir sig bannlögin, að nú þegar þau væru komin í gildi þyrfti Reglan ekki lengur að starfa. Þetta er dálítið einkennileg staðhæfing af bannlaga-óvini, sem vildi afnema bannlögin ef hann gæti. Andbanningar fullyrða annars líka, að bannlögin muni ekki ná tilgangi sínum, því að vin verði flutt inn í landið jafnt fyrir þau sem áður. Skyldi reglan ekki eiga að vera þá á verði að lögunum verði fylgt fram?

Eg vil ekki geta þess til, að þessi tillaga sé komin fram til hefnda á Templurum, en eg verð þó að játa, að eg skil ekki, hvaða verk hún hefir átt að vinna.