18.08.1913
Neðri deild: 37. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1427 í C-deild Alþingistíðinda. (1021)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Lárus H. Bjarnason:

Fjárlaganefndin má vera ánægð með þá dóma, sem kveðnir hafa verið upp yfir henni hér í deildinni. Dómarnir hafa að vísu verið dálítið misjafnir eins og gengur, en harðir hafa þeir ekki verið, þegar tekið er tillit til þess, að þakklátt er eiar8ð ekki, enda á flest af aðfinningum háttv. þm. við fjárlagafrumv. ráðherra og má því búast við að ráðherra svari þeim.

Eg ætla að víkja að nokkrum atriðum, sem hefir verið minst á í dag, og vil þá bæta því við það, sem háttv. framsögumaður upplýsti um dómkirkjuna í Reykjavík, að eftir skoðun, sem húsameistari R. Ólafsson hefir gert á kirkjunni, er henni þannig háttað, að það liggur ekki meira við en að hún getur hrunið til grunna, ef snarpur jarðskjálftakippur kæmi. Það hefði því verið fullkomin ástæða til að veita þetta fé á fjáraukalögunum 1912–'13.

Eg heyrði hjal úr átt, sem eg hafði ekki búist við, nokkurs konar ákúrur til stjórnarinnar fyrir að hafa lagt til að hækka náms- og húsaleigustyrk til háskólastúdenta. Nefndin hefir ekki hreyft við þessu atriði. Skildist mér á þm., að hann skoðaði þetta sem verðlaun til stúdenta, þeirra er lesa hér heima, og hann teldi jafnvel rétt, að innleiða skólagjald við háskólann hér. En ef hann hefir óttast of mikla framleiðslu stúdenta, þá hefði hann fremur átt að stinga upp á skólagjaldi við Mentaskólann, það er nær að stemma á við upptök, en ós.

Háttv. þm. vildi halda því fram, að rétt væri stúdentum héðan að leita sem mest til Kaupmannahafnarháskóla. Og það má til sanns vegar færa, að svo miklu leyti sem sé, sem í hlut eiga menn, sem ekki gets orðið fullnuma hér og jafnvel um menn, sem væru orðnir fullnuma héðan. kandídatar héðan hefðu gott af að fara til útlendra háskóla að loknu námi hér. Hann vildi líka halda því fram, að það væri aðallega meiri menningarvon, sem drægi stúdenta þangað. Eg býst nú að vísu við, að eðlileg utanþrá ungra manna valdi miklu, en samt held eg, að það sé aðallega inn mikli styrksmunur, sem dregur stúdenta héðan. Þeir fá við háskólann í Khöfn 70 kr. á mánuði hver, eða um 840,00 um árið. Aftur á móti verður hámark háskólastyrksins hér um 420 kr., eða réttur helmingur af Hafnarstyrknum. En sá galli er á, að svona háan styrk geta ekki allir fengið. Nei, það eru einungis 2–3 stúdentar á ári, sem fá svo háan styrk, af eitthvað liðugum — 40 sem á skólanum eru. Mér fanat það því, að aðfinslur háttv. þm. séu ekki á góðum rökum bygðar, enda eyðist háskólastyrkurinn hér, hefir í rauninni að eins vasaskifti.

Viðvíkjandi Núpsskólanum vildi eg segja nokkur orð. Eg ætla að þora að segja nei við styrknum til hans, jafnvel þótt háttv. þm. V.-Ísf. (M. Ó.) hótaði nafnakalli um hann. Eg segi nei, ekki af því, að kennarinn við hann sé ekki alls góðs maklegur, eg heyri einmitt prýðilega látið af honum, ekki geri eg það heldur af því, að eg vilji hindra það að háttv. þm. V.-Ísf geti fært kjósendum sínum eitthvað. Eg segi nei af því einu, að eg vil ekki taka þennan skóla fremur en aðra undan eftirliti fræðslumálastjórans, sem mestu á að ráða um styrkveitingar til skólanna, enda væri það í rauninni skólanurn sjálfum fyrir verstu, því að þá væri hann lagður undir mislynt pólitískt vald. Nú eru að vísu tveir skólar á landinu, sem njóta styrks beint af þinginu, skólarnir á Ísafirði og Seyðisfirði, en mér finst töluvert annað mál um þá, sem alt af hafa fengið styrkinn beint úr landssjóði, þó að þeir haldi sínum styrk áfram, heldur en um hitt, að fjölga slíkum skólum. enda munu Ísafjarðar og Seyðisfjarðarskólarnir ekki hafa búist við að verða sviftir styrknum án nokkurs fyrirvara. Yrði Núpsskólinn samþyktur, mundi heill sægur af öðrum unglingaskólum komast inn á fjárlögin, og eg get ekki forsvarað það að stuðla að því, að taka þá alla saman undan sjálfsögðu eftirliti fræðslumálastjórans og leggja þá undir vafasamt vald Alþingis.

Því skal eg minnast lítilfjörlega á skáldin, sem svo mikið er búið að tala um í dag. Fjárlaganefndin var sér þess vel meðvitandi, hvað hún var að gera. Hún vissi, að hún myndi fá orð í eyra fyrir þessar tillögur sínar. Flestir, sem talað hafa, eru sammála um það, að styrkurinn til skáldanna sé ekki bitlingar, þeir vilja kalla það skáldlaun, en það er ekki rétt heiti. Eg veit ekki betur, en að það eitt sé kallað »laun«, er goldið er kaup fyrir unnið verk, og ættu þá »bitlingar« gagnstætt því, að tákna framlög, sem annað hvort ekkert þyrfti að koma í móti eða þá það eitt, er viðtakandi vildi vera láta. Sé þetta rétt, þá er skáldstyrkurinn bitlingur, en ekki laun, enda líða stundum mörg ár, jafnvel tugir ára án þess nokkuð sjáist frá einstaka manni. Slíkt fyrirkomulag er ekki hentugt, hvort sem litið er til skáldanna eða almennings. Það verður að minna þau á, að þau fái því að eins mat, að þau nenni að vinna. Það er gert með því að sleppa fjárveitingunni síðara árið. Upphæðina lætur nefndin sig skifta minna máli, enda þó að mér hafi fundist verk sumra skáldanna ekki þung á metunum. (Bjarni Jónsson: Hún er þyngri lagakenslubók þingmannsins). Já, hún er að minsta kosti þyngri en skýrsla viðskiftaráðunautsins. Jæja, deildin og almenningur verða nú að meta tillögur nefndarinnar, svo sem hverjum er lagið. Þó verð eg að geta þess, að ekki hafði eg búist við að lesa í fjöllesnu blaði brigzl um að bræðingahatur hefði ráðið tillögum nefndarinnar. Sumir þeirra manna voru ekki erfiðastir, enda datt víst engum neitt slíkt í hug.

Annars þekki eg ekki eitt einasta land, sem leggur jafnmikið á sig vegna skálda eina og Ísland. Eg hefi leitað í dönsku fjárlögunum síðustu, þar sem mér datt í hug, og ekki getað fundið eina einustu krónu, sem Danir veita. Má vera að þar felist ef til vill einhver lítil upphæð í athugasemdunum við fjárlögin, því að eg vissi til að Schandorf og Drachman höfðu á sínum tíma einhver skáldlaun. Þess má og geta í þessu sambandi, að dálítið kynlegt er það, að bezta skáldið okkar skuli standa í eftirlaunagreininni, en ekki innan um hin skáldin.

Nefndin hefir lagt til að veita málaranum J. Kjarval dálítinn styrk fyrra árið. Hann hefir hér í deildinni í dag verið borinn saman við Kristínu Jónsdóttur, sem líka sækir um styrk. Eg hefi nú raunar lítið vit á málverkum, en eg hefi þó fundið mikinn mun á þessum tveimur. Mér þótti myndir J. Kjarvals svo góðar, að eg keypti tvær þeirra, en þær myndir, sem eg hefi séð eftir Kristínu, sýndust mér vera teiknaðar eftir ljósmyndum, og slík eftirmyndun held eg satt að segja að sé fremur talin handverk heldur en list.

Þá kem eg að styrknum til samnings íslenzkrar orðabókar. Sá styrkur hefir af nefndinni verið hækkaður um réttan helming. Það sem út er komið af bókinni hefir að vísu mætt töluverðu aðkasti, svo sem flest flest ef ekki öll mannaverk. Manni verður því að Spyrja: Er maðurinn fær um verkið. Eg skal sjálfur ekki leggja fullnaðardóm á það, eg hefi ekki nægilega kunnáttu til þess, en eg hefi hér í höndum dóm 4 fagmanna, þeirra prófessoranna Björns Ólsens og Finns Jónssonar og Mentaskólakennaranna Pálma Pálssonar og Geirs T. Zoëga. Af dómi þessara manna má sjá, að maðurinn er verkinu vaxinn og ætti þá því fremur að verða það sem hann getur helgað starfinu alla krafta sína, fái hann styrkinn.

Það hefir verið gert ráð fyrir því, að bókin myndi kosta landið að minsta kosti 27 þúsund krónur, en eg veit ekki hvernig hægt er að gera hana dýrari en á 24 þúsund krónur, svo framarlega sem 8X3000 eru 24 þúsund. Eg ímynda mér að þessi 27 þúsund kr. séu þannig til komin, að gert sé ráð fyrir jafnmiklu máli um alla stafina eins og um »a« ið. En hagyrðingar ættu þó að vita, að ekki er jafn-auðvelt að rima á móti t. d. x og ö, eins og móti a, blátt áfram af því, að fyrnefndu stafirnir eru miklu orðfátækari en a-stafirnir. Þetta væri því fráleitur grundvöllur til þess að byggja kostnaðaráætlun á. Höfundur orðabókarinnar fullyrðir líka, að hann eigi auk útkominna 25 arka, 45 arkir fullbúnar undir prentun, og eg hefi enga ástæðu til þess að rengja þetta, enda hefir hann safnað til bókarinnar fjöldamörg ár.

Sumir bera kvíðbeyg fyrir því, að hann myndi græða á starfaskiftunum, en um það þarf sannarlega, enginn að vera hræddur, enda minkar ekki í nokkura aski við það, þó að hækki dálítið í öðrum. Þegar litið er til þess, að höfundurinn hefir haft mörg störf á hendi auk orðabókarinnar, svo sem bankaforstöðu, spjaldskráningu, kenslu við verzlunarskólann og ritstjórn, þá geta menn gengið úr skugga um, að hér verður ekki um gróðafyrirtæki að ræða.

Styrkveitingin til Hannesar Þorsteinssonar hefir orðið fyrir töluverðum aðfinslum. Ekki er það bitlingur. Þar er greitt fé fyrir unnið verk, enda hefir styrkur til sagnfræðinga sjaldan verið talinn eftir hér, svo sagnelskir erum vér Íslendingar. Ekki er heldur hægt að halda því fram, að styrkþegi sé ónýtur; því að það vita allir, að hann er einhver inn fróðasti maður um mannsögu, enda inn samvizkusamasti.

Því hefir verið slegið fram, að efri deild hafi á einum tíma ætlast til þess, að H. Þ. leggi fram til þessa alla sína krafta og ynni ekki að öðru. Þetta er að vísu satt, en væri ákúrur til stjórnarinnar, ef sagt væri til hnjóðs, því að hún hefir borgað H. Þ. styrkinn, þó að hún viti, að þetta sé ekki hans einkaverk, og tekið sömu upphæð í fjárlögin og 1911. Fjárlaganefndin á ekki annan- hlut að máli en að hafa látið fjárhæðina standa óhaggaða. En þó að störfin séu í orði kveðnu tvenn, ritstörf og skjalavarðarstörf; þá er þó ekki svo í rauninni. Styrkþegi er aðstoðarmaður á landsskjalasafninu, og þar er mest af því efni sem hann notar. Hann getur því vel þjónað báðum í senn, notendum landsskjala safnsins og ritskyldu sinni. Það finst mér alveg fráleitt, að kippa að sér hendinni og ónýta þannig það sem byrjað hefir verið á, hvort heldur gert væri með niðurfellingu styrksins bæði árin eða siðara árið: Það mætti fremur forsvara að lækka styrkinn að einhverju leyti, en þá þyrfti líka að hækka að aðstoðarskjalavarðarlaunin, og ekki væri það betra fyrir landssjóð, því að þeirri launahækkun mundi H. Þ. halda alla sína starfstíð, en hitt verkið verður búið innan fára ára. Verði það ofan á, að þessi styrkveiting verði feld eða lækkuð, þá mun eg koma fram með tillögu nm að hækka skjalavarðarlaunin.

Háttv. sessunautur minn, 2. þm. S.Múl. (G. E.) ámælti mjög templurum í ræðu sinni í dag og vildi jafnframt láta taka af þeim þann styrk, sem þeir hafa haft. Mér þótti honum ekki renna blóðið til skyldunnar, gömlum templaranum. Eg vona að bæði hann og aðrir sjái, að hafi reglan haft tilverurétt áður, þá hefir hún hann jafnt enn. Hann veit vel að bannlögin ganga ekki að fullu leyti í gildi fyrri en 1. Janúar 1915, því getur ekki komið til mála að svifta regluna styrknum fyrri en í árslok 1914, þegar ekki verður hægt að fá neitt vín. Það sýnist vera ástæða til að styrkja góða viðleitni til eyðingar drykkjuakap meðan vín er til í landinu. Þá hélt háttv. þm. fram, að reglan væri pólitískt félag, en mér er óskiljanlegt, hvernig hann fær það út. Eg veit ekki betur en að í henni séu menn af öllum flokkum, jafnt heimastjórnarmenn sem sjálfstæðismenn. Ef hann telur hana »pólitíska« vegna þess eins, að hún berzt fyrir sínum skoðunum, þá veit eg ekki, hvern hann telur »ópólitískan« mann hér á landi. Templarar hafa alt af skiptst eftir pólitískum flokkum um önnur mál en bindindismál. Það gæti jafnvel komið til mála, að styrkja regluna eftir 1. Janúar 1915, sérstaklega ef templurum tekst með óskiljanlegu ofurkappi að fella bannlagabreytinguna, sem setja átti undir landsyfirréttardóminn, þá gæti hver maður flutt eins mikið af vini eins og hann vildi og gæti keypt.

Loks vildi eg, úr því eg stóð upp, leyfa mér að beina þeirri fyrirspurn til hæstv. ráðherra, hvernig rækt hefði verið eftirlit það, sem stjórninni er boðið að hafa með Hvítárbakkaskólanunn. Mér skildist svo á svari hæstv. ráðherra til háttv. þm. Dal. (B. J.), sem ekkert eftirlit hefði verið haft með þeim skóla, og því hefir verið fleygt, að mikils væri áfátt um eftirlit við aðra skóla, t. d. við mentaskólann svo kallaða.