18.08.1913
Neðri deild: 37. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1435 í C-deild Alþingistíðinda. (1023)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Tryggvi Bjarnason:

Að eins örfátt. Það hefir verið sagt, að eg hafi ekki reiknað rétt, hvað orðabók Jóns Ólafssonar mundi kosta. Það kann að vera, að eg hafi teiknað upphæðina heldur lágt. Í 6 ár, 1908–1913, hefir verið veitt til orðabókarinnar 1500 kr. á ári. Ef allur sá styrkur hefir verið útborgaður, þá hefir verið greitt til þessa verks, að þessu ári meðtöldu, 9000 kr. Til stendur, að verkið vari í 8 ár enn að minsta kosti með 3000 kr. á ári, alla 24000 kr. Samtals fer þá til orðabókarinnar, ef alt hefir verið brúkað upp undanfarið, 33 þús kr., eða 6000 kr. meira en eg hafði gert ráð fyrir í fyrri ræðu minni. Eg hefi reiknað heldur lágt en hátt.