18.08.1913
Neðri deild: 37. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1435 í C-deild Alþingistíðinda. (1024)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Lárus H. Bjarnason:

Út af orðum háttv. 2. þm. Húnv. (Tr. B ) skal eg taka það fram. að mig minnir, þótt ekki finni eg það í svipinn, að ekki hafi verið útborgaður allur sterkurinn til orðabókarinnar, sem veittur var í fjárlögum 1910–11, enda er hér um tiltekið starf að ræða. og ekki afgreitt nema fyrir það, sem unnið er. Annars getur háttv. 1. þm. S.-MúI. (J. Ól.) bezt upplýst þetta atriði. Eg skal enn fremur geta þess, að mér er kunnugt um, að 45 arkir eru fullbúnar til prentunar, auk þess sem prentað horfir verið; alt það hefir verið unnið fyrir það fé, sem veitt hefir verið á árunum 1908–13. og hefði háttv. þm. átt að gæta þess. Nú hefi eg fundið það, sem eg gat um í upphafi, hvað greitt hefir verið til orðabókarinnar 1910 og 1911. 1910 er greitt til hennar 960 kr. og 1911 720 kr. Þar með hefi eg sýnt, að eg reyni að fara rétt með tölur og gaspra ekki um óhugsað mál.