08.07.1913
Neðri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 128 í C-deild Alþingistíðinda. (104)

20. mál, verkfræðingur landsins

Bjarni Jónsson:

Eg held að þetta sé eitt af óþörfu frv., sérstaklega að gera þessa stöðu að konunglegu embætti í með eftirlaunarétti.

Það er varla réttur samanburður að bera starf foratöðumanns vegagerðanna og símastjórastarfið saman við póstmeistarastarfið. Starf póstmeistarans er langvandamest. Eg man ekki, hvaða laun þessi maður hefir, eg held 3000 kr., auk ferðakostnaðar og skrifstofukostnaðar. Það má telja alllífvænlegt, einkum þegar þess er gætt, að verkfræðingurinn, sem nú er, komst ungur frá prófborðinu og fék atöðuna um leið. Eg held að hann þurfi ekki að kvarta. Ef ástæða þykir til að hækka laun hans um 504 kr. eða svo, má gera það með sérstakri grein í fjárlögunum án þess að gera stöðuna um leið að konunglegu embætti.

Eg tel bezt, að þetta frv. verði látið deyja, og þess vegna er eg mótfallinn því að nefnd verði kosin.