19.08.1913
Neðri deild: 38. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1479 í C-deild Alþingistíðinda. (1043)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Ólafur Briem:

Eg á hér br.till. á þgskj. 428, um að veita til bryggjugerðar á Sauðárkróki, þó eigi yfir 1/3 kostnaðar, alt að 6000 kr. Eg minnist þess ekki, að Alþingi hafi nokkurn tíma neitað um styrk til bryggjugerðar, þegar öll venjuleg skilyrði hafa verið fyrir hendi.

Annars stendur svo á á Sauðárkróki, sem kunnugt er, að þar eru meiri skipaferðir en víðast annarstaðar í Verzlunarstöðum, þegar frá eru skildir kaupstaðirnir og þau kauptún, sem helzt er leitað til af útlendum fiskiskipum, svo sem Siglufjörður og Patreksfjörður. Árið 1911 hafa komið þar 61 skip talsins, 24 þús. smálestir. Útræði er þar nokkuð, en þó stopult vegna brima. Þar er góður botn og brúklegt skipalægi, en lending erfið. Úr þessu mundi bryggjan bæta. Háttv. framsögum. (P. J.) sagði, að upphæðin: væri meiri en í núgildandi fjárlögum. Það er satt, en svo stóð á, að þegar til átti að taka, reyndist upphæðin, Sem veitt var, 3000 kr., of lítil. Krabbe verkfræðingur hafði gert áætlunina. En síðan var leitað álits fleiri verkfræðinga, þar á meðal Geirs Zoëga, og álitu þeir, að bryggjan þyrfti að vera traustari og því dýrari.

Þar við bætist, að byggingarefni hefir stigið síðan Krabbe gerði áætlun sína, auk vörutollsins, sem bæzt hefir við síðan. Því hefir núgildandi fjárveiting reynst ófullnægjandi. Er hér því að ræða um endurfjárveiting að nokkuru leyti og tekin hæsta talan, þótt ekki sé víst og jafnvel ólíklegt, að svo mikið þurfi, en þá er girt fyrir að í sama farið sæki.

Ef þessi upphæð yrði feld, væri það einsdæmi í þingsögunni að tvennu leyti. Í fyrsta lagi af því, að sams konar fjárveitingum hefir aldrei verið neitað, þegar sömu skilyrði hafa verið fyrir hendi. Í öðru lagi er þetta endurveiting og hefir aldrei átt sér stað, að þingið hafi kipt að sér hendinni um fjárveiting, sem það einu sinni hefir veiti, enda er hér um alveg óviðráðanlegar orskakir að ræða.

Háttv. framsögum. gat ekki annars en að öll fjárlaganefndin væri á, móti br.till. En því trúi eg ekki fyr en eg tek á.