04.07.1913
Neðri deild: 3. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í C-deild Alþingistíðinda. (11)

4. mál, landsreikningar

Lárus H. Bjarnason:

Eg vildi gjarnan leyfa mér að spyrja hv. ráðherra (H. H.), hvernig á því stendur, að reikningurinn er dagsettur miklu síðar heldur en nokkur landsreikningur hefir verið dagsettur áður. Hann er dagsettur 13. Marz 1913. Hann Var ekki sendur okkur endurskoðendunum fyr en 28. Marz og svörin upp á athugasemdir okkar ekki send okkur fyr en 2. þ. m. Það kemur sér illa fyrir endurskoðendurna að fá reikninginn ekki fyr en um mánaðamótin Marz–Apríl, þegar þeir á þessum stutta tíma og til þings eiga að gera athugasemdir Við reikninginn, stjórnin að svara athugasemdunum og endurskoðunarmenn loks að semja tillögur til úrskurða. Því skemmri sem tíminn er til endurskoðunarinnar, því lakari hlýtur hún að verða.

Það væri æskilegt að fá að heyra ástæður fyrir þessu, og svo loforð um að slíkt komi ekki fyrir síðar.