21.08.1913
Neðri deild: 40. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1616 í C-deild Alþingistíðinda. (1111)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Jón Ólafsson:

Herra forseti ! Þau tvö nefndarálit og breytingartillögur, sem liggja fyrir þingdeildinni í þessu máli, eru að því leyti ólík, að þau byggjast á gagnólíkri grundvallarskoðun. Eg skil vel skoðun minni hlutans, og þá því fremur skil eg skoðun meiri hlutans, sem eg tilheyri; en eg skil ekki þá menn, sem eru svo að segja með sinn fótinn í hvoru ístaðinu, annan hjá meiri hluta nefndarinnar og hinn hjá minni hlutanum. Sá maður, sem svo gerir, sýnir, að hann hefir ekki neina grundvallarreglu að fara eftir.

Það eru ekki mörg atriði, sem eg þarf að minnast á. Fyrst ætla eg að minnast á það, sem háttv. þm. Borgf. (Kr.J.) sagði. Honum fanst óhæfilegt, að dómarar ættu ekki að vera kjörgengir eins og áður hefir verið. hvað hann svo hafa verið frá alda öðli og nefndi sem dæmi lögsögumennina o.fl. En eg held að þetta þing eigi ósköp litið skylt við þingið til forna, sem meðal annara var dómstóll — æðsti dómstóli landsins. Á því sátu engir þjóðkjörnir þingmenn, heldur voru þeir allir sjálfkjörnir. Það getur því ekki verið að ræða um kosna dómara á þingi fyr en 1845; en þótt þeir hafi átt sæti þar síðan, þá er það engin sönnun þess, að það fyrir komulag sé rétt eða holt fyrir þjóðina. Þær þjóðir, sem lengst eru á veg komnar, leyfa engum dómurum sínum að eiga sæti á þingi. Á Bretlandi eru það meira að segja óskrifuð lög, að hæstaréttardómarar skifti sér ekkert af stjórn málum. Þetta ákvæði, að bægja dómurunum frá þingsetu, er einmitt til að gera stöðuna virðulegri. Menn verða auk þess, að gæta að því, að landsyfirrétturinn er í mjög mörgum málum æðsti dómstóllinn, og í enn fleirum verður hann það sökum þess að menn hafa ekki efni á að skjóta málum sínum fyrir hæstarétt. Gangi þetta atriði fram, sem eg vona að verði, ætti að hækka laun dómaranna og þá jafnframt banna þeim að hafa önnur launuð störf á hendi, en dómaraembættið. Eg álit þetta atriði svo mikilsvert, að eg er ósamþykkur niðurlagsákvæðinu til bráðabirgða, að greinin skuli ekki taka til þeirra er nú skipa landsyfirréttinn.

Háttv. 1. þm. Eyf. (St. St.) sagði, að með þessu fyrirkomutagi á efri deild yrði kjördæmunum fækkað um 8. Þetta er misskilningur, því þótt fækki 8 þingmönnum, fækkar ekki nema 4 kjördæmum. Vil eg vekja athygli á því, að kjördæmaskiftingin er mjög óréttlát eina og hún er, og þyrfti að gerbreyta henni:

Ímynda eg mér að það mætti fækka kjördæmunum nokkuð eðlilega með því að hækka önnur að fólksfjölda. T. d. mætti leggja Akureyri, Ísafjörð og Seyðisfjörð til þeirra kjördæma, sem þau hafa verið hluti af áður.

Háttv. sami þingm. fann það að fyrirkomulaginu á rýmkuðu kosningarréttarina, að hún tæki of langan tíma. Ojæja, er þá nokkuð í hafi þó það dragist? Mér fyrir mitt leyti finst það skaði ekkert, þótt kvenfólkið fái kosningarréttinn smámsaman. Biðin getur í lengsta lagi orðið 71/2 ár. Ef maður lítur til þess, hvað það tekur konur í öðrum löndum langan tíma að fá kosningarrétt, þá mega þær vera okkur þakklátar, og það því fremur, sem þær hafa ekkert gert til að öðlast þennan rétt. Eg hefi veitt því eftirtekt, að í dag, þegar verið er að ræða þetta áhugamál(?) kvenfólksins, þá er þetta fyrsti dagurinn á þinginu, sem ekkert pils sést hér. Þetta er þá sá mikli áhugi, sem þessi kynflokkur hefir á þessu málefni. Yfirleitt hefi eg ekki orðið var við hluttekningu kvenfólks í þingmálum, nema þegar hefir verið von á skömmum eða einhverju hneyksli, þá verður ekki þverfótað hér út úr þingsölnum fyrir pilsa- gangi.

Háttv. 1. þm. Eyf. (St. St.) sagði, að þessi bið hefði ákaflega mikið að þýða, fólkið gæti dáið hrönnum saman meðan það væri að bíða eftir að fá kosningarréttinn. En eg hygg, að það yrði ósköp lítil procenttala, sem dæi á þessum árum; enda er biðin ekki 71/2 ár nema fyrir þá, sem lengst bíða. Honum var líka illa við að vera að veita rosknum mönnum kosningarrétt. Vildi hann færa alduratakmarkið niður, og hélt því fram, að allir væru fullþroska, er þeir væru orðnir 25 ára. En fyr í ræðu sinni um skipun efri deildar fanst honum það vera trygging, að aldurstakmarkið væri 35 ár. Er þetta ósamkvæmni.

Háttv. þm. V.-Ísf. (M. Ól.) var ákaflega óánægður yfir greininni um þá menn, sem ekki heyra til neinu trúarbragðafélagi, sem löghelgað er í landinu. Þar hefir meiri hlutinn lagt til, að bætist við nýr málsliður þannig:

»Nú er maður utan þjóðkirkjunnar, og geldur hann þá til háskóla Íslands eða einhvers styrktarsjóðs við þann skóla eftir því sem á verður kveðið, gjöld þau, er honum ella hefði borið að greiða til þjóðkirkjunnar, enda heyri hann ekki til öðrum trúarbragðaflokki, er viðurkendur sé í landinu«. Minni hlutinn ber nákvæmlega jafnmikið skyn á þetta og háttv. þm. V. Ísf. Nú sem stendur er það lög, að hver sem ekki heyrir til trúarbragðafélagi, sem viðurkent er í landinu, skuli greiða fé til þjóðkirkjunnar. Það hefir áður komið frumv. um að ráða bót á þessu ranglæti, en það var enginn vegur að koma því í gegn um þetta kirkjukæra þing. Held eg að það sé góð regla, af tvennu illu að velja ið skárra. Verða allir að játa, að það felst minna ranglæti í að láta menn greiða fé til háskólans en þjóðkirkjunnar, sem þeim ef til vill finst vera algerlega rangt að styrkja. Það er ið mesta óréttlæti, sem hægt er að hugsa sér.

Þá hefir mikið verið talað um skiptingu Alþingis í tvær deildir, sem reynd ar væri réttara að kalla tvær málstofur eða tvö þing; því til þeirra á að verða kosið á gagnólíkum grundvelli. Hér er aðalþungamiðjan í frumvarpinu og aðalmismunurinn á skoðunum meiri og minni — hlutans. Minni hlutinn hefir ekki haft áræði til að taka skrefið fult, því gerði hann það, ætti hann að stinga upp á einu óskiptu þingi. En sú tilhögun mun ekki reynast happasæl. Byggi eg það álit á þeirri skoðun, sem reynslan hefir staðfest að — svo að eg taki mér í munn opt notuð orð — þjóðin er næm fyrir að sveigjast eftir hverjum goluþyt. Þetta á sér stað hjá öllum þjóðum og er nokkuð eðlilegt, og ekki má síður búast við því eftir að kjósendatölunni er fjölgað. En þetta getur gert ið mesta tjón, því eitt þing, sem kosið hefir velrið vegna skyndilegs þyts, sem hlaupið hefir yfir landið, getur gert svo mikinn skaða, að eigi sé hægt að bæta úr honum á mörgum næstu þingum ef til vill seint eða aldrei. Þess vegna hafa flest öll þroskuðustu löndin tvö þing. Flest frjálsustu löndin í heiminum hafa langtum ríkara afturhald en hér er. Get eg tilnefnt Bretland. Þar eru efrimálsstofumenn flestallir íhaldsmenn og allur meiri hluti þeirra er fæddur til þingsetunnar. Í Canada er efri málsstofan að vísu ekki arfgeng, en menn eru kvaddir til að sitja í henni ævilangt. Ef við lítum til lands við Eyrarsund, sem oft er vitnað til, þá er þar nokkur hluti hluti efri málsstofunnunnar kosinn af konungi ævilangt, en hinn af efnuðustu mönnum landsins. Hér í þessu frumv. er eigi til meira ætlast, en að kjósendurnir séu menn með dálítið meiri lífsreynslu; en þorri kjósenda. Er örðugt að fá mælikvarða í því efni, því hæpið er að binda kosningarréttinn við efni, og að binda hann við stétt hefir líka sína ágalla. Það eina, sem hægt er að miða við í þessu efni, er aldurinn, því að með aldrinum kemur lífareynslan. Að mína áliti væri réttast að tryggja miklu meira áhald í Ed., en hér er fram á farið; en láta hana situr að eina hafa frestandi neitunarvald um tiltekið árabil.

Eitt skilyrðið fyrir aðhaldi í efri deild er, að til hennar kjósi eldri kjósendur. Annað er, að þingmenn hennar séu kosnir með hlutfallskosningum um land alt.

Með því að tryggja íhalddsemi í Ed., er því varnað, að Nd. hlaupi á sig eftir augnabliks goluþyt án nægrar umhugsunar. — Menn hafa það á móti, að þá geti hún líka stundum kæft nýtileg framfaramál. En ef þær hreyfingar, sem bera þau fram, eiga sér nokkra fasta rót í þjóðinni, þá munu þær lifa meira en eitt ár, en lifi þær ekki í 4 ár, þá eiga þær lítinn eða engan rétt á sér. Mér blandast ekki hugur um, hvort betra muni, að rasa fyrir ráð fram sakir of lítillar íhaldasemi í þinginu, eða hitt, að láta framkvæmdir góðs máls bíða um fárra ára bil. Mér finst ekki geta leikið neinn vafi á, að betra muni að draga málið, en hlaupa svo á sig, að ilt eða ef til vill ómögulegt sé að lagfæra það aftur.

Eg álít þetta atriði, þetta fyrirkomulag efri deildar, svo mikils vert, að verði það felt hér, þá greiði eg hiklaust atkvæði á móti öllu frumvarpinu.

Það var víst háttv. þm. V.-Ísf. (M. Ó.) sem kom með þá tillögu, að kjósa alla óbundnum kosningum, en láta svo 6 þá elztu fara til efri deildar, en kjósa hina 8 úr sameinuðu þingi! Kjósendur hans fyrir vestan hafa fundið upp þetta nýja þjóðráð ! En eg er hræddur um, að þeir hafi hér ekki fundið upp púðrið. Þeir hafa ekki skilið, að íhaldstryggingin felst í aldri kjósenda en ekki þeirra kosnu. Ef sami meiri hlutinn kýs alla þingm., þá er engin trygging fyrir að þeir elztu geti ekki verið eins lélegir eða lakari en þeir yngstu. Það er ólíkt meiri trygging í jafnvel kornungum manni kosnum af íhaldssömum kjósendum, heldur en í afgömlum manni kosnum af ráðlausum ungum mönnum.

Það er ein mótbáran, sem alt af klingir í eyrum manna nú, að með því að samþykkja að kjósa alla efri deild með hlutfallskosningum, mundi efri deild verða samansett af tómum Reykjavíkur þingmönnum.

Þetta er í mesta máta undarleg mótbára. Lítið þið í kringum ykkur hér í deildinni; hér sitja nú 10 þingm. úr Reykjavík (af 26 alls í deildinni)! Eg get ekki séð neina sennilega ástæðu til að halda, að þeir yrðu hlutfallalega svo margir, því síður fleiri, ef kosnir eru með hlutfallskosningum um land alt. Tryggingin fyrir, að hæfir menn komist á þing, er einmitt miklu minni í smákjördæmunum. Þar komast miklu fremur að persónuleg áhrif og hreppapólitík, Tryggingin er meiri fyrir að fá hæfa menn, ef landið alt er eitt kjördæmi og kosið er með hlutfallskosningum. En ef fleiri hæfir menn eru tiltölulega í Reykjavík, heldur en annarstaðar á landinu, þá get eg ekki séð, hvað mælir á móti því að kjósa þá til Ed. Hin deildin á að gæta hagsmuna einstakra kjördæma.

Loks má minna á það, að af þeim Reykvíkingum, sem á þingi sitja í báðum deildum, er ekki einn einasti fæddur eða uppalinn í Reykjavík. Og flestir eða allir munu þeir nákunnugir í þeim kjördæmum, sem hafa kosið þá., og um þau mun þeim annast. Reykvíkingar eru þeir nefndir af því að þeir hafa átt hér heima fleiri eða færri ár, en eru flestir bændasynir, og allir fæddir og upp aldir til sveita. En Reykjavíkur, mönnum mundi nú að líkindum einmitt fækka, en ekki fjölga, á þingi, ef kosið væri með hlutfallskosningum. Fjölgun þeirra er ekki annað en grýla, sem búin er til, til þess að hræða kjósendur.

Það er eitt, sem eg mundi vel geta felt mig við, að það væri gert að skilyrði fyrir kosningu til efri deildar, að hafa setið á þingi áður sem þjóðkjörinn þingmaður. Þá væri miklu fremur trygt, að ekki kæmust að nema reyndir og nýtir þingmenn. Eg væri til dæmis alveg viss um, að þá mundi Sigurður Stefánsson, Guðjón Guðlaugsson, Pétur Jónsson og fleiri mætir menn, sem nú sitja hér á þingi, vera taldir alveg sjálfsagðir að vera kosnir til efri deildar. En hitt væri lítill skaði, þótt örfáir þingmenn, sem hér hafa setið að eina öðrum til athlægis og sjálfum sér og landinu inu til vanvirðu, en einskis gagns, ættu lítið erindi til að bjóða sig fram við hlutfallskosningar um land alt.