21.08.1913
Neðri deild: 40. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1623 í C-deild Alþingistíðinda. (1112)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Sigurður Sigurðsson:

Það verða sennilega flestir sammála um það, að æskilegt væri, að koma fram stjórnarskrárbreytingu, sem væri til verulegra bóta og allir gætu orðið sammála um. En eftir því, sem fram er komið við umræðurnar hér í dag, þá sýnast líkindin til þess ekki mikil, sízt að allir verði sammála. Eg skal játa fyrir mitt leyti, að eg er ekki að öllu leyti ánægður með tillögur, hvorki meiri eða minni hlutans. Þó er eg af þessu öllu saman óánægðastur með skipun efri deildar eins og hún á að vera samkvæmt tillögum meiri hlutans.

Það hefir verið tekið fram af síðasta ræðumanni og fleirum, að þetta, hvernig deildin sé skipuð eða hvernig kjósa eigi til hennar, eigi að miða að því að skapa æskilega íhaldsstefnu í þinginu.

Eg er á sama máli og meiri hlutinn um að hæfilegt íhald væri æskilegt í efri deild, en mér er ekki skiljanlegt, að þetta geti á nokkurn hátt stuðlað að því, að þetta íhald skapist eða að það komi yfir höfuð nokkuð að gagni, að efri deild sé kosin með svofeldu móti. En það virðist vera orðið svo rótgróið í huga háttv. þingmanna sumra að þetta sé leiðin, að það er beinlinis orðið þeim trúaratriði. En eg verð að segja, að þetta er kenning, sem ekki hittir markið, og sem ekki byggist á neinni staðreynd.

Ef kosningum væri hagað eftir því sem háttv. meiri hluti leggur til, þá eru eins miklar líkur til að ungir, óþroskaðir angurgapar næðu kosningu, eins og gamlir íhaldssamir menn. Að öllum líkindum yrðu kosnir menn af báðum þessum gegnólíku stefnum; en hvorir yrðu fleiri í deildinni, það myndi velta á ýmsu, og vera að eins undir hepninni og dugnaði þessara manna komið. Auk þess mundi megnið af þeim, sem í deildinni ættu sæti, vera Reykvíkingar, sumt gamlir og lítt nýtir uppgjafa embættismenn, en líka ungir, framgjarnir menn, sem þættust vera færir í flestan sjó, en samt lítt þarfir þjóðinni í mörgu.

Háttv. 1. þingm. S.- Múl. (J. Ól.) benti á, að nú ættu 10 Reykvíkingar sæti hér í deildinni. Þetta er rétt; en Reykvíkingar mundu verða komir eftir sem áður í ýmsum kjördæmum, og stuðlar þetta alt að fjölgun Reykvíkinga á þingi. Breytingin yrði þá einkum sú, að þeir Reykvíkingar, sem byðu sig fram og kæmust ekki að við óhlutbundnu kosningarnar, yrðu settir á listann við hlutbundnu kosningarnar og kosnir við þær. Með öðrum orðum, þeir óálitlegustu kæmust að, úrkastinu yrði dembt upp í efri deild.

Eg get sem sagt ekki séð, að sennilegt sé að æskilegt íhald myndist, þótt kosningunni til efri deildar yrði hagað á þennan hátt, sem lagt er til í tillögum meiri hlutans. Hins vegar tel eg vel fara á því, að skipun efri deildar væri þann veg fyrir komið, að þar kæmi fram festa og skynsamlegt íhald í löggjafarstarfinu.

Það var víst háttv. þm. V.-Ísf. (M. Ól.), sem gat þess, að kjósendur sínir fyrir vestan hefðu viljað hafa 6 menn koma hlutfallskosningurn til Ed. og síðan velja 8 þá elztu úr sameinuðu þingi. Ekki get eg heldur felt mig við það. Miklu betra fyndist mér að láta t. d. kjósa 6 menn hlutfallakosningu; síðan láta þá fjóra eiga sæti í Ed., er lengst hefðu átt sæti á Alþingi og loks kjósa þá 4, sem þá voru eftir, úr sameinuðu þingi. Með þessu fyrirkomulagi væri miklu líklegra að ekaplegt íhald hjá Ed. myndaðist, heldur en ef að tillögur meiri hlutana yrðu samþyktar.

Eg vil líka benda á, að ef samþykt yrði hér að kjósa alla Ed. hlutbundnum kosningum, þá myndi það vekja megna óánægju um alt land. Almenningur mundi ekki vera neitt þakklátur þinginu fyrir að leggja 40 þús. kr. skatt á þjóðina með aukaþingshaldi,ef slík stjórnarskrár ómynd yrði samþykt.

Eg skal ekki fjölyrða um einstök atriði í frumvarpinu. En þess vil eg geta, að eg er á móti því, eina og fyr, að veita konum kosningarrétt. Eg álít að ekkert kalli að með það og að því síður sé ástæða til þess, sem áhugi kvenna fyrir að fá þennan rétt virðist ekki vera ýkja mikill. Þó get eg eftir atvikum felt mig við tillögur meiri hluta nefndarinnar, að því er snertir fyrirkomulagið á útfærslu kosningarréttarins.

Þá er eg ósamdóma breyt.till. við 20. gr. frv., þar sem ákveðið er, að maður, sem sé utan þjóðkirkjunnar skuli gjalda til styrktarsjóðs háskólans. Eg álít að ekki sé nein réttarbót í þessu fólgin. Ef vel hefði verið athugað málið, þá var auðsjáanlegt að nær lá að láta greiða gjaldið til einhverrar guðsþakkastofnunar t. d. til Heilsuhælisins. Það mundi betur samrýmast tilfinningum manna, ef annars er um það að ræða að lögleiða slíkt gjald, að því er þá menn snertir, sem ekki eru í neinu kirkjufélagi.

2. Breytingartillögu við breytingartillögur meiri hluta nefndarinnar í í stjórnarakrármálinu. Frá minni hluta nefndarinnar (507).

Þessar tillögur voru of seint fram komnar, en voru leyfðar af ráðherra og deild.

Eftir all-langar umræður var frumvarpið tekið út af dagskrá.

Útbýtt var á fundinum, auk þess sem áður var getið :

I. Nd: skjölum:

1. Frv. til laga um friðun æðarfugla. Eftir 2. umr. í Nd. (499). 2. Breytingartillögu við frumv. til fjárlaga fyrir árin 1914 og 1915 (502).

3. Frv. til laga um að landsjóður leggi Landsbankanum til 100 þús. krónur á ári í 20 ár. Eftir 2. umr. í Nd. (496).

II. Frá Ed.

Í. Breytingartillögu við frumv. til laga um breyting á lögum um vörutoll 22. Okt. 1912. Frá nefndinni (497).

2. Breytingartillögu Við sama frá Hákoni Kristóferssyni (501).

3. Breytingartiliögu við frumv. til laga um forðagæzlu. Frá Sig. Eggerz (500).

4. Frv. til viðaukalaga við lög nr. 24, 9. Júlí 1909, um samþyktir um kornforðabúr til skepnufóðurs. Eftir 3. umr. Nd. (498).

Forseti brýndi fyrir mönnum að skila breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið fyrir kl. 5 síðd. næsta dag.

Fundi slitið.

Útbýtt var á fundinum :

1. Breytingartillögum Við breytingartillögur á þgskj. 463. Frá meiri hl. stjórnarskrárnefndarinnar (504).

41. fundur.

Föstudag 22. Ágúst 1913, kl. 12 á hád.

Dagskrá:

1 Frv. til stjórnskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá um in sérstaklegu málefni Íslands 5. Jan. 1874 og stjórnarskipunarlögum 3. Okt. 1903 (36, n. 46:1, 504, 507); framh. 2. umr.

2. Frv til laga um að landssjóður leggi Landsbankanum til 100 þús. krónur á ári í næstu 20 ár (496); 3. umr.

3. Frv. til laga um friðun æðarfugla (499); 3. umr.

4. Frv. til laga um Sauðfjárbaðanir (441); 1. umr.

Allir á fundi.

Fundargerð síðasta fundar samþykt og undirskrifuð.

Forseti skýrði frá, að með bréfi dags. 21. Ágúst hefði forseti Ed. endursent sér:

1. Frv . til laga um breyting á lögum um Vörutoll, 22. Okt. 1912 (512).

2. frv. til fjáraukulaga fyrir árin 1912 og 1013 (510).

3. Frv. til laga um umboð þjóðjarða (511),

ásamt tilmælum um, að þau yrðu lögð fyrir Nd. að nýju.

Ennfremur skýrði forseti frá, að borist hefði frú Ed.:

Frv. til laga um forðagæslu (514), með tilnorlum um að það yrði lagt fyrir Nd.

Útbýtt var í deildinni:

1. Frv. til laga um umboð þjóðjarða. Eftir 3. umr. í Ed. (511).

2. Frv. til fjáraukalaga fyrir árin 1912 og 1913. Eftir 3. umr. í Ed. (510).

3. Frv. til laga um forðagæzlu. Eftir 3. umr. í Ed. (514).

4. Breytinga og viðauka-tillögum við frv. til fjárlaga fyrir árin 1914 og 1915 á þingskjölunum 506 og 508.

5. Frv. til fjárlaga fyrir árin 1914 og 1915. Eftir 2. umr. í Nd. (503)

og hafði inu síðasttalda verið útbýtt áður (i gærkvöldi).

Útbýtt var frá Ed.:

Nefndaráliti um frumvarp til laga um gjafasjóð Jóns Sigurðssonar handa fátækum í Eyjafirði.

Þá var gengið til dagskrár og tekið fyrir:

FRUMVARP til stjórnarskipunarlaga o. s. frv. (36, n. 463, 504; 507); framh. 2. umr.