22.08.1913
Neðri deild: 41. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1651 í C-deild Alþingistíðinda. (1119)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Kristinn Daníelsson:

Umræðurnar eru orðnar langar og vil eg því ekki lengja þær mikið. Eg vildi að eins í sem fæstum orðum gera grein fyrir afstöðu minni og atkvæði mínu í þessu máli.

Vil eg þá fyrst lýsa yfir því, að í öllum aðalatriðunum aðhyllist eg tillögur háttv. minni hlutans. Mun eg greiða málinu atkvæði mitt til 3. umr., ef eg sé mér það mögulegt, sem eg geri mér góðar vonir um.

Fyrsta umhugsunarefnið um þetta mál er: hvort það liggi nú nokkuð á því, að breyta stjórnarskránni. Um það er eg í engum efa að svo sé Þing og þjóð er fyrir löngu komin að fastri niðuratöðu um galla á stjórnarskránni, eins og hún er nú, sem hún ekki vill láta dragast að bæta úr og er því rétt og sjálfsagt að þingið leggist ekki undir höfuð að vinna þetta umbótaverk.

Þá er það annað atriði, a,ð menn verða að komast að svo góðri niðurstöðu. að málið komist út úr þinginu og geti hlotið samþykki þjóðarinnar í þeirri mynd, sem þingið afgreiðir það. Eins og sakir standa nú, er útlit fyrir að svo megi verða, því að ágreiningurinn er ekki svo mikill á milli flokkanna. Eg fyrir mitt leyti vil lýsa yfir því, að þó að eg aðhyllist tillögur minni hlutans, þá gæti eg þó sætt mig við að meiri hlutinn yrði ofan á þegar að sjálfum atriðum málsins kemur, þá vil eg skifta þeim fyrir mér í 2 flokka, meiri háttar og minni háttar atriði.

Tek eg þau atriði á undan sem mér þykir minnu skifta.

Heppilegra taldi eg að ráðherrar væru þrír. Það mundi geta fyrirbygt einræði og margt misræði hjá stjórninni. Þó get eg vel sætt mig við till. meiri hlutans þar að lútandi, að þetta megi ákveða með einföldum lögum. Óviðkunnanlegt og óréttlátt tel eg það, að hægt sé að víkja embættismönnum til fulls frá starfa sínum án undangengina dóms, og ekki get eg séð að það raskaði neitt grundvelli ráðherraábyrgðarinnar, sem mér heyrðist einhver halda fram, þótt þessu ákvæði væri breytt. Þótt ráðherra eigi að bera ábyrgð á gerðum embættismanna, þarf hann ekki að geta sett þá af til falls, heldur fullnægir hann ábyrgð sinni með því að draga þá fyrir dóm.

Að svifta dómendur kjörgengi álít eg líka ranglátt. Þeir missa þar rétt, sem þeir eiga tilkall til, eins og aðrir menn.

Þá nefni eg gjaldfrelsi utanþjóðkirkjumanna. Það kann nú að þykja þröngsýni af mér, en eg get ekki betur séð, en að meðan við höfum þjóðkirkju, sem ríkið verndar og kannast þannig við, að hún sé nytsöm stofnun fyrir þjóðfélagið, þá sé rétt að allir gjaldi til hennar og standi straum af kostnaðinum við að halda henni við.

Þá kem eg að þeim atriðum, sem mér þykir meira máli skifta.

Um ríkisráðsákvæðið og skipun efri deildar er það að segja, að eg álít það ekki viðkunnanlegt, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Þetta nýja orðalag fyrir ríkisráðsákvæðið, að konungur ráði, hvar málin séu borin upp. Það er, virðist mér í raun og veru, ekki annað en ríkisráðsákvæðið grímuklætt, og mætti það sannarlega vera betra. Enda þótt konungur eigi að ákvarða, hvar mál eru uppborin, þá verður þó einhver ráðh. að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun konungs, og ekki mun vera ætlast til, að danskur ráðherra geri það, svo að það verður þá ráðherra Íslands, sem ábyrgðina ber. Og þar sem búist mun við, að þetta verði hvergi annnarsstaðar en í ríkisráðinu, þá er mismunurinn að eins sá, að vér ljáum ráðherra vorn til þess og leyfum honum að ákvarða þetta, sem við vildum komast hjá.

Þá er kosningarrétturinn. Eg kann ekki við það, að háttv. meiri hl. skuli vilja vera að mjatla honum út til þessara nýju kjósenda í 15 ár. Eg sé ekki, hvaða ástæða er til þess, því að það hefir svo gott sem engin áhrif, þótt bætt sé við nýjum kjósendum öllum í einu. Það yrði sem sé ekki nema örlítið brot af tölu þeirra, sem notuðu kosningarréttinn fyrat í stað. Reynslan hefir sýnt það, að konur neyta enn mjög lítið atkvæðisréttarins í safnaða- og sveitamálum. Sama var áður, þegar karlar fengu kosningarrétt til Alþingis, t. d. hefi eg heyrt, að Jón Sigurðsson Væri einhverntíma kosinn með einum 8 atkv. í Ísafjarðaraýslu. En svo koma smátt og smátt fleiri og fleiri. Þetta ákvæði í frumvarpinu gerir að vísu ekki mikið, en mér finst það álappalegt og auk þess yrði hálf-fyrirkvíðanlegt að semja kjörskrár meðan á þessu stæði. Eg er hræddur um, að einhverjum yrði skotaskuld úr því, að reikna út, hvenær þessi og þessi er búinn að ná kosningaraldrinum, sem altaf er að breytast. Og þó að þetta sé ekkert kappsmál, þá álít eg að það sé aðalatriðið, hvort þetta fólk eigi að hafa kosningarréttinn, eða ekki. Og eigi það að hafa hann, þá á það að fá hann strax, en ekki í þessum smáskömtum.

Þá kem eg að þessu meginatriði, skipun efri deildar; það er mér kappsmál. Eg get ekki hugsað mér, að frumvarpið fari hér út úr deildinni með því ákvæði, að efri deild skuli öll kosin hlutfallskosningu, enda liður þjóðin það aldrei. Við getum á þessu þingi samþykt það, en það verður aldrei kosið nýtt þing, sem samþykkir það. Það er einmitt grundvallaratriði, að samræmi geti verið milli beggja deilda þingsins, að sú stefna, sem hefir fylgi meiri hluta þingmanna, geti verið ráðandi í báðum deildum. Ef þetta samræmi vantar, þá rífur hvor deildin niður það sem hin byggir, og alt visnar. Eg legg því eindregið á móti því, að þetta ákvæði verði samþykt. Bezt væri, eftir atvikum, að einir 6 væru hlutfallskosnir, en það ítrasta, sem hægt væri að ganga að til samkomulags, er, að þingið kjósi að minsta kosti 4, eins og ákveðið var 1911, og er það þó ekki aðgengilegt.