22.08.1913
Neðri deild: 41. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1658 í C-deild Alþingistíðinda. (1121)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg ætlaði ekki að lengja þessar umræður, en háttv. þm. Snæf. (H. St.) knúði mig til að tala. Hann talaði um, að eg hefði eigi getað skilið það, að hann væri ýmist með minni eða meiri hlutanum í þessu máli. En hann gleymdi þeim ástæðum, sem eg hefi fært til þessa. Eg hafði þó tekið það fram, að meiri hlutinn og minni hlutinn bygðu á gagnststæðum skoðunum, og mér féll illa að jafn skýr maður og hann skyldi ruglast í þessu.

Annars ætla eg ekki að fara mörgum orðum um þetta mál, en eigi að verða úr því grautargerð hér í deildinni, þá verð eg ekki til þess að greiða því atkvæði. Þá vil eg heldur að það sé drepið.