23.08.1913
Neðri deild: 42. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1733 í C-deild Alþingistíðinda. (1141)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Björn Kristjánsson:

Eg ætla að minnast dálitið á brt. við brt. samgöngumálanefndarinnar á þgskj. 487. Tveir af nefndarmönnum, hv. 1. þm. N.-Múl og eg höfum dálítið aðra skoðun en nefndin á því, hvernig eigi að orða tillöguna um framlag til Eimskipafélagsins. Meiri hlutinn vill, að framlagið verði bundið því skilyrði að félagið taki að sér strandferðirnar 1916. Þessi till. háttv. meiri hluta er með öllu gagnslaus, vegna þess, að félagið hefir ekki nema 310 þús. kr. af þeim 385 þús. kr., sem það þarf til þess að geta komist á, fót, og félagið getur ekki skuldbundið sig til þess að taka að sér strandferðirnar fyr en það er stofnað. Og fyrsta skilyrðið til þess er það, að það fái það fé, sem það getur komist minst af með. Og til þess þarf aðstoð þingsins. Frumvarp samgöngumálanefndarinnar liggur því alveg í lausu lofti, nema félagið verði stofnað. Þess vegna höfum við leyft okkur að koma fram með tillögu um það, að því verði skilyrðislaust veitt fé til þess að komast á stofn og geta byrjað með því fyrirkomulagi, sem ráð hefir verið gert fyrir og allir landamenn hafa búist við. Það er því mesta fásinna að ætla að pína upp á það strandferðunum. Það getur ekki tekið við þeim fyr en hluthafafundur hefir samþykt það, jafnvel þótt forgangsmennirnir vildu það.

Þetta form fyrir styrkveitingunni, sem við atungum upp á, er því alveg nauðsynlegt. Og annað en form er það ekki, því að þingið vill leggja félaginn þessar 100 þús. kr.

Þeir háttv. þingmenn, sem greiða atkvæði með okkar tillögu, greiða því atkvæði að félagið komist á stofn; hinir vilja ekki að það komist á atofn.

Eg er glaður yfir því, hvað háttv. 1. þm. N.-Múl (Jóh. Jóh.) hefir frá uppha8 litið glögt á þetta mál, og honum þakklátur fyrir það, hvað einlæglega hann hefir stutt það. Eg vona að háttvirtir deildarmenn íhugi þessa tillögu og átti sig á, að það er nauðsynlegt að hún nái fram að ganga. Eg skal svo ekki að sinni fjölyrða frekar um þetta mál.

Um tillöguna, sem háttv. meðþingismaður minn talaði um, viðvíkjandi brú og vegi í kjördæmi okkar, skal eg ekki fjölyrða. Hann hefir talað vel fyrir tillögunum, og vænti eg að háttv. deild láti hvora. sýsluna um sig fá það, sem þær hvor um sig hafa farið fram á.

Eg held að engin sýsla hafi farið varhluta einhverrar fjárveitingar, og er því ekki rétt að þessum sýslum verði neitað um þessar litlu fjárveitingar.

Eg skal svo ekki eyða tímanum með því að fara lengra út í þetta.