23.08.1913
Neðri deild: 42. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1746 í C-deild Alþingistíðinda. (1144)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Ólafur Briem:

Eg á hérna 3 brt. og vildi eg því gera stutta grein fyrir þeim.

1. breyt.till. er á þgskj. 517 og miðar til að lækka fjárveitinguna til ritsímstöðvarinnar í Reykjavík úr 15160 kr. niður í 14760 kr. eins og hún var tiltekin í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar. Við 2. umr. Var þessi liður, 13. gr. D III, 2, a, hækkaður um 400 kr. og var það gert samkvæmt tilmælum landsímastjórans í bréfi til fjárlaganefndarinnar, þar sem hann fór fram á að laun tveggja starfsmanna við símann yrði hækkuð um 200 kr. Við hvorn þeirra. Áður höfðu laun þessara manna verið: 2400 til annars þeirra og 2600 kr. til hins. Ef laun þessara starfsmanna eru tekin til samanburðar við laun fyrsta póstafgreiðslumanns við pósthúsið í Reykjavík, þá sézt, að þeir hafa fult svo há laun, þar sem hann hefir 2400 kr. á ári og eftir því sem mér hefir verið skýrt frá, þá hefir hann miklu lengri vinnutíma en þessir starfsmenn við símann. Enn fremur má geta þess, að líklegt þykir að þessi hækkun, um 400 kr., hafi verið samþykt við 2. umr. af því að menn hafi ekki áttað sig á því, við hvaða lið frumvarpains breyt.till. var. Hygg eg að það muni rétt vera, og vona eg því að þessi hækkun verði þá feld núna.

Annars er það dálítið einkennileg leið, sem þessi og fleiri málaleitanir koma hingað inn á þingið. Þær eiga að ganga í gegn um stjórnina, því þá er hægt að undirbúa þær undir þingið. Nú er oft verið að víta stjórnina fyrir það að málin komi svo illa undirbúin inn á þingið. En hvernig er hægt fyrir stjórnina að undirbúa mál, sem alveg er gengið fram hjá henni með? Menn ganga nú fram hjá stjórninni og geyma málaleitanir sínar þangað til þing er byrjað, og koma svo með þær til fjárlaganefndarinnar. Mér sýnist rétt að fjárjaganefndin vísi miklum málaleitunum frá, sem fara svona krókaleiðir, fara svona á bak við stjórnina.

Það skaut því einhver fram við 2. umr., að það vildi við brenna, að símanum og símastjórninni væri gert hærra undir höfði en öðrum stofnunum landsins. En enginn gat þess þá að það væri harla einkennilegt, sem kom fram í nefndaráliti fjárlaganefndarinnar víðvíkjandi: fjárveitingu til bæjarsímans í Reykjavík. Í fjárlögunum 13. gr. D. III 2. b, er veitt til stjórnarkoatnaðar við símann 1400 kr. Nú er það uppljóst, að allmikill hluti af þessari upphæð gangi til landssímastjórans fyrir stjórn bæjarsímans. Fjárlaganefndin lætur þetta að miklu leyti átölulaust viðgangast, jafnvel þó hér sé auðsjáanlega um algerða misbrúkun fjárins að ræða. Laun landsímastjórans hafa verið ákveðin fullhá, þar sem hann hefir .ekki að eina ið fastákveðna kaup 3500 kr., heldur einnig 1500 kr. persónulega launaviðbót, svo að hann hefir alls 5000 kr. og hefir því aldrei verið ætlast til að hann fengi neina viðaukaborgun fyrir að stjórna bæjarsímanum. Það hafa allir talið heyra undir hans verkahring.

Svo á eg breyt.till. á þgskj. 515, sem líka fer fram á lækkun, nefnilega þá, að styrkurinn til Hannesar Þorsteinssonar til að semja ævisögur lærðra manna íslenzkra, verði lækkaður úr 2500 kr. og niður í 2000 kr. Þess var getið við 2. umr., að þessi 2500 kr. styrkur væri miðaður við það, að þessi maður geti varið óskiftum kröftum sínum til þessa starfs. En nú verða menn að gæta þess, að þessi maður er í launaðri stöðu sem aðstoðarakjalavörður við Landsskjalasafnið með 960 kr. launum, svo hann getur ekki gefið sig eingöngu við þessu starfi. En þegar hann getur það nú ekki að öllu leyti, þá átti hann að geta gefið sig við þessu að nokkru eins þó að styrkurinn til þess yrði lækkaður niður í 2000 kr. Þessi maður hefir auk þess aðrar aukatekjur, eins og skjalaverðir hafa fyrir að afrita skjöl og handrit og þess háttar. Og í samanburði við styrki til annara manna til líkra starfa, þá er þessi 2000 kr. upphæð eftir brt. minni, í viðbót við 960 kr. kaup og aukatekjur fyrir afritanir, fullkomlega nógu há. Til dæmis má nefna orðabókarstyrkinn til Jóns Ólafssonar, sem er ákveðinn 3000 kr. og jafnframt er honum gert að skyldu að hafa ekkert annað launað starf á hendi. Honum er gert að skyldu að gefa sig ekki við neinu öðru en þessu.

Breyt.till. mín á þgskj. 518 við 21 gr. fjárlaganna um hækkun á vöxtum af landssjóðslánum, fer fram á það, að téðir vextir séu færðir úr 4 upp í 5 af hundraði og byggist á því, að nú eru vextir hvervetna háir, og talsvert hærri en áður var venjulegt. Landssjóður getur ekki, sér að skaðlausu, lánað með svo lágum vöxtum. Og jafn vel þótt vextirnir væru 5%, þá væru það samt hlunnindi, að fá þau lán, ef landssjóður gæti veitt þau, því að jafnvel þau lán, sem nú eru veitt með beztum kjörum, sem sé veðdeildarlán Landsbankans, eru enn þá dýrari, þegar öllu er á botninn hvolft, því að þótt vextirnir sjálfir séu ekki ákveðnir hærri en 41/2%, þá bætist þar við ½% til stjórnarkostnaðar og varasjóðs, og enn fremur má skoða verðfallið á bankavaxtabréfunum, er Veðdeildarlánin eru afhent í, sem viðbót við vextina. Og þó eru almennir bankavextir mikið hærri, 6% eða þar yfir, og það til ýmsra nytsemdarfyrirtækja í almenningsþarfir, sem þó verða að sætta sig Við þessa háu vaxtagreiðslu. HV. framsögum. (V. G.) gat þess, að nefndin hefði ef til vili ekki verið fjarri því, að fara einhvern milliveg í þessu, og hefði eg þá búist við brt. frá henni í þá átt, t. d. að setja vextina 41/2 af hundraði. En þar að lútandi breytingartillaga hefir ekki komið fram. Það gat verið, að ástæða hefði verið til þess, að veita í einstökum tilfellum einhverja alveg sérstaka ívilnun, en yfirleitt mega það kallast góð lánskjör eftir því sem nú gerist, að fá lá með 5% vöxtum, og mættu margir lánþegar verða fegnir, ef þeir ættu kost á þeim lánskjörum.

Það sem nú er mestur ágreiningurinn um, er afstaðan til Eimskipafélagsins, og tel eg það illa farið, að svo virðist, sem nokkur þvergirðingur sé kominn í það mál, í stað þess, að hver hefði átt að reyna að laga það eftir öðrum, svo að það mál gæti orðið ágreiningslaust. Það eitt út af fyrir sig hefði verið afar þýðingarmikið fyrir félagið, að þingið sýni sig þegar frá upphafi eindregið og samhuga að því máli. Félagið á örðugt uppdráttar, og fær að sjálfsögðu samkeppni við að stríða. En það mundi draga mikið úr broddinum, ef þingið vildi í orði og verki alt kapp á það leggja, að styðja félagið. Hér er úr vöndu að ráða, þar sem eigast við tvær nefndir, háttv. samgöngumálanefnd og hv. fjárlaganefnd, fyrir einstaka þm.: að greiða atkvæði. Eg mun nú samt hætta á það, að greiða atkvæði með styrknum. til Eimskipafélagsins skilyrðislaust. Meiri vafa er eg í um hluttökuna, en þó vildi eg helzt vera með henni líka, í því. trausti, að samningar tækjust við félagið um strandferðirnar, þó að þeir samningar geti ekki orðið fullgerðir fyr en félagið er komið betur á laggirnar en orðið er.