23.08.1913
Neðri deild: 42. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1766 í C-deild Alþingistíðinda. (1148)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Jón Magnússon:

Eg hefi leyft mér að bera fram breytingartillögu á þgskj. 542 um styrk til Júlíönu Sveinsdóttur frá Vestmannaeyjum til þess að lúka námi við listaháskólann í Kaupmannahöfn. Háttv. framaögum. fjárlaganefndar (P. J.) sagði, að nefndin gæti ekki verið með þessari tillögu, en viðurkendi samt að það stæði alveg eins á um styrkveitingu til hennar og styrkveitingu til Kristínar Jónsdóttur, sem samþykt var við 2. umr. Það stendur eins á um báðar þessar stúlkur, þær eru líkt á leið komnar og hafa báðar góð meðmæli frá kennurum sínum. Vona eg, að þeir sem voru með styrkveitingu til Kristínar Jónsdóttur, verði einnig meðmæltir styrk til þessarar konu. Skal eg svo ekki tefja umræðurnar með því að ræða þetta mál meira.