25.08.1913
Neðri deild: 43. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1808 í C-deild Alþingistíðinda. (1159)

79. mál, umboð þjóðjarða

Ólafur Briem:

Þess er að eins að geta í sambandi við þetta mál, að efri deild hefir breytt frumvarpinu í því eina atriði, að hámark leigutímans á lóðarblettum og öðrum afnotum jarða, sem leiguliði getur ekki notað sjálfur, er fært úr 100 árum í 50 ár; að vísu álítur nefndin hér í deildinni að rétt væri að hafa leigutímann lengri, en af því að leigutíminn er ákveðinn 50 ár þegar um kirkjujarðir er að ræða, þykir nefndinni samt sem áður rétt að láta þetta haldast óbreytt samræmis vegna.