27.08.1913
Neðri deild: 44. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1825 í C-deild Alþingistíðinda. (1177)

102. mál, einkaréttur til að vinna salt úr sjó

Framsögum:

Matthías Ólafsson: Eg get verið þakklátur þeim sem talað hafa. Eg vona, að menn finni ekki mikla ástæðu til að álasa okkur nefndarmönnunum. Við álítum okkur, eins og eg sagði áðan, nokkurs konar umboðamenn landssjóðs, og þess vegna töldum við okkur skylt að gæta hans hagsmuna. Við föllumst á, að skilyrðin fyrir einkaleyfinu eru nokkuð hörð, og þess vegna munum við verða fúsir til, að taka til íhugunar allar þær bendingar, sem fram hafa komið í þá átt að létta undir með leyfishafanum.