28.08.1913
Neðri deild: 45. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1830 í C-deild Alþingistíðinda. (1185)

24. mál, siglingalög

Framsögum. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Þó að þetta frumv. sé langt, þá getur framsagan verið stutt, því að það hafa ekki komið fram neinar brtill. við frumvarpis. Nefndarálitið er líka stutt, og eg leyfi mér að ráða háttv. deild til að samþykkja frv. Eg sé heldur ekki neina ástæðu til að fara að ræða málið fyr en eg heyri undirtektir háttv. þingmanna. En fyrst engar brtill. liggja fyrir, býst eg við að allir séu ánægðir með frv.