28.08.1913
Neðri deild: 45. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1833 í C-deild Alþingistíðinda. (1190)

108. mál, strandferðir

Ólafur Briem:

Einsog háttv. þm. Sfjk. (V. G.) benti til, þá fara mínar breyt.till. á þgskj. 519 í þá átt að fella burtu landssjóðsútgerðina á strandferðunum. Breyt.till. mínar eru aðallega 2. Önnur þeirra lýtur að því að ákvæðið í 1. gr. um tölu skipanna, farþegarúm og lestarúm sé felt úr, en að þetta skuli fara eftir samningi milli stjórnar Eimskipafélagsins og landsstjórnarinnar.

Þessi breyt.till. er framkomin af sömu ástæðum og háttv. þm. Sfjk. tók fram. að það væri varasamt að binda þetta svo fast, áður en fullráðið er, hvernig ferðunum yrði sem bezt hagað. Stendur þetta að nokkru leyti í sambandi við bendingu Tuliniusar í bréfi hans til samgöngumálanefndarinnar, að það sé mesta óráð að fastákveða fyrirfram,gerð skipanna, áður en samningar takast, það geti komið í bága við það sem bezt reynist þegar málið er nánar athugað og rannsað til hlítar. Það er vitaskuld, að í sératökum farþegaskipum — þarf að vera tiltölulega meira farþegarúm en lestarúm, og í flutningaskipum þarf aftur móti meira. lestarrúm en farþegarúm. Og þetta má því ekki vera fastákveðið í lögunum fyrirfram. Annars hefir hv. samgöngumálanefnd tekið upp sömu tillöguna, svo eg þarf ekki að vera neitt að orðlengja þetta. Vona eg því að því máli sé vel borgið.

Hin aðal-breyt.till. er sú, að 2.–4. gr. falli burtu. Það er að segja að stjórninni sé ekki gefin nein heimild til þess að halda uppi strandierðunum á landssjóðs kostnað.

Eg get hugsað það að bæði í samgöngumálanefndinni og utan hennar,séu menn, sem kjósi helzt landssjóðaútgerð á strandferðunum og annað ekki. En eg held líka að það séu aðrir, og að allmargir, og þar á meðal er eg eins, sem skoða það eins og neyðarúrræði. Það hafa verið færð rök fyrir því, að strandferðirnar hljóti að bera sig ver hjá þeim sem að eins hafa þær einar út af fyrir sig, heldur en hjá þeim sem geta haft þær í sambandi við millilandaferðir. Þessar ástæður hefir bráðabirgðastjórn Eimskipafélags Íslands borið fram og þær eiga einmitt við hér þegar um landssjóðs útgerð er að ræða, því enga útgerð hefði hann aðra en strandferðirnar, ekki hefði hann nein millilandaskip.

Því hefir verið haldið fram, að strandferðirnar ættu að vera í hönum landssjóðs og þá verið vitnað til annara landa, að skip, sem gengju þar með ströndum fram og inn á firði, væru skip, sem væru rekin á kostnað ríkisins. Þetta er að eins gert til þess að stjórnin geti haft hönd í bagga með útgerðinni að ekki sé okrað á henni (fargjaldi og farmgjaldi). En fyrir þessu má fá fullkomna tryggingu, að því er strandferðirnar snertir, án þess að landssjóður hafi útgerðina sjálfur á hendi. Þessi trygging er hér fengin með því að landsstjórninni sé falið að hafa hönd í bagga um alla gerð strandferðaskipanna, fyrirkomulagferðanna, ferðaáætlanir og taxta. Mig og meiri hluta samgöngumálanefndarinnar greinir ef til vill ekki svo mjög á um þetta aðalefni málsins, heldur um það, hve fljótt á að grípa til þess óyndisúrræðis að stofna til landssjóðsútgerðar. Eg vil láta fresta því, þangað til öll sund eru lokuð og engin,von til þess, að samningar takist við Eimskipafélagið um strandferðirnar, sem eg fyrir mitt leyti verð að treysta að ekki komi fyrir. Samgöngumálanefndin leggur til, að taki Eimskipafélagið ekki að sér strandferðirðirnar fyrir Aprílmánaðarlok 1916, þá skuli landssjóður taka þær að sér til bráðabirgða. Þetta finst mér viðsjárvert. Ef nú eitthvað yrði til þess að tefja fyrir því að Eimskipafélagið gæti byrjað með strandferðirnar fyrir þennan tíma, en væri þó fáanlegt til að semja um þær, að eins með nokkru lengri fresti. Þá væri það að mínu áliti misráðið að vera búinn að slá því föstu með lögum að landsstjórnin tæki þá að sér skipaútgerð á landssjóðskostnað.

Eg álít að það væri miklu ráðlegra að geyma það til þingsins 1915 að ráða fram úr þessu. Það getur vel verið, að þótt samgöngumálanefndin hafi komið fram með tillögu um þessa landssjóðsútgerð, þá treysti nefndin því, að heimildin verði ekki notuð af stjórninni. En þetta er ótrygt og alt of mikið átt í hættu með því að leggja svo mikið vald í hendur stjórnar, sem menn ekki einu sinni vita, hver verður þá.

Í 2. gr. frv. stendur: »Náist ekki samningur við »Eimskipafélag Íslands« samkvæmt 1. gr., veitist landsstjórninni heimild til að kaupa tvö strandferðaskip, sem samsvari skilyrðum þeim, er sett eru í 1. gr.«. Þessi orð geta ekki staðist, þar sem skilyrði þau, sem þannig er vitnað til, eiga að nemast burt úr 1. gr., eftir tillögu nefndarinnar. Þetta verður því að lagfæra. Annars er eg á móti formi frumvarpsins, hvað það snertir að taka upp í það tvö ólík efni; annað það að gefa stjórninni heimild til þess að kaupa hluti í Eimskipafélaginu og hitt að leyfa henni að halda uppi strandferðunum á landssjóðs kostnað.

Þetta eru tvö atriði, sem geta verið skiftar skoðanir um. Menn geta aðhylst annað, en ekki viljað hitt, og því er örðugt að greiða atkvæði um frumvarpið í heild sinni, þar sem þessu hvorutveggju er blandað saman. Skal eg svo ekki fara frekari orðum um þetta. Vildi að eins að þetta væri ekki látið fara alveg óhreyft.