29.08.1913
Neðri deild: 46. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1859 í C-deild Alþingistíðinda. (1219)

108. mál, strandferðir

Frsmsm. (Valtýr Guðmundsson):

Þetta er í raun og veru framhald 3. umr. Það kom fram í ræðu háttv. 1, þm. Skagf. (Ól. Br.), að breytingartillagan frá nefndinni á þgskj. 599 gat ekki staðist nema með því móti, að gerð væri um leið breyting á 9. grein frumvarpsins. Þar hafði nefndinni yfirsézt, því að þá breytingu vantaði, og því var málið tekið út af dagskrá og geymt þangað til nú. Nú hefir nefndin komið með brtill. Við 2. gr. á þgskj. 607, svo að nú er þetta lagað. Um aðrar breytingartillögur ætla eg ekki að ræða. Það var gert við fyrri hluta 3. umr. í gær. En eg vil geta annars. Nú — hefir nefndinni borist skýrsla frá »Thore« yfir tekjur og gjöld af strandferðun: 1912. Þessi skýrsla kemur saman við skýrslu Hendriksens til ráðherra, en sú skýrsla var af sumum talin mjög varhugaverð, af því að henni kom ekki saman við bréf Tuliniusar. Nefndin byggir reyndar á bréf Tuliniusar sína áætlun, en þótt svo fari, að skýrsla Hendriksens reynist rétt eða samkvæm þessari síðari sundurliðuðu skýrslu, þá er það samt ekkert til hnekkis áætlun nefndarinnar.

Tulinius segir, að »Austri« hefði 1912 siglt inn 30 þús. kr. Nú upplýsist að »Austri« hefir siglt inn 50 þús. kr. Það lítur út fyrir, að Tulinius hafi ekki fengið allar upplýsingar um þetta. Sama er með =Vestra«. Hlutfallið það sama, þótt það sé minna, sem hann hefir siglt inn.

Eg vil benda á, að þessi skýrsla er styrkur fyrir áætlun nefndarinnar. Útgerð skipanna verður betri en nefndin hélt, því að 1912 voru strandbátarnir 3 og landssjóðsyrkurinn skiftist þá í 4 staði (að Hamborgarferðunum meðtöldum), nú bara 2, eg allur landssjóðsstyrkurinn skiftist því á þá. Auk þessa vil eg líka benda á, að taxtinn er hærri nú en hann var 1912.

Fyrsti liðurinn í útgjöldunum er rekstrarskostnaðurinn, og er hann ekkert ægilegur, þegar miðað er við 2 skip, og hnekkir í engu áætlun nefndarinnar.

Annar liðurinn hjá Thorefelaginu er fyrir vöxtum, fyrningargjaldi, aðgerð o. s. frv. Sá liður nemur, þegar »Perwie« er frádregin, 48,892 kr. Nú er það aðgætandi, að skip félagsins eru reiknuð hærra en þau eru verð í raun og veru. Félagið bókfærir þau þrjú skipin með 500 þús. kr. verði, en sannvirði þeirra er að eins 375 þús. kr., sem sézt á því, að þegar skipin voru bygð, kostaði hvort þeirra »Austri« og »Vestri« 170,000 kr., þótt meira fengist fyrir þau, er þau Voru seld, en »Perwie« var seld á 35 þús. kr. Við ina bókfærðu upphæð er fyrningargjaldið og vextirnir miðað. Hjá nefndinni nemur fyrningargjaldið eitt 45,000 kr., en vextir, aðgerð og fleira er sett í sérstaka liði. Ágóði »Thore«-félagsins af »Austra« og »Vestra« er, ef þeim er reiknað alt landssjóðstillagið, 39,082 kr., en nefndin áætlar ágóða af 2 skipum 37,000 kr.

Ef nú væri tekið með í reikninginn, hve taxinn hefir hækkað frá því að Thorefélagið hafði hér strandferðir, mundi ágóði þess hafa orðið 59 þús. kr. Þetta er ómótmælanlegt. Að tap hefir orðið hjá Thorefélaginu á strandferðunum, liggur í því, að strandferðaskipin voru þrjú og að verð skipanna var of hátt bókfært, svo að fyrningargjald og vextir urðu of háir. Það er síður en svo að þessi skýrsla sé fráfælandi fyrir þingmenn, þegar um það er að ræða að landssjóður taki að sér útgerð strandferðaskipanna, heldur þvert á móti styður hún nefndina og sýnir, að nefndin hefir farið gætilega í áætlun sinni. Með skýrslunni er sýnt að nefndin hefir gert ráð fyrir minni tekjum af »Austra« en var í raun og veru.

Eg vonast því til að þessi skýrsla verði til þess að styrkja menn enn betur í trúnni á það, að áhættan verði ekki mikil fyrir landssjóð, en samt heldur nefndin fast við það, að strandferðirrnar verði fyrst og fremst reknar af inu fyrirhugaða Eimskipafélagi, en ella af landssjóði, sem alls ekki verður að teljast ægilegt, sízt eftir að þessi skýrsla er fram komin.