30.08.1913
Neðri deild: 47. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1867 í C-deild Alþingistíðinda. (1226)

2. mál, fjáraukalög 1910 og 1911

Ráðherrann (H. H.):

Háttv. framsögum. (V. G.) sagði ekki fyllilega rétt frá, að eg hefði tjáð honum að skipin hafi ekki verið í förum á, vetrum. Hitt sagði eg við hann, að eg vissi ekki til þess. En nú minnist eg þess, að skipin komu hingað stundum í desembermánuði til flutninga milli landa. Þetta gerir þó engan mun, því í skýrslunni mun vera talið alt það, sem skipin kostuðu og alt það sem þau sigldu inn árið um kring.

En þó að svo væri ekki, þá gerir háttv. framsögum. of mikið úr mismuninum, sern komi fram við það, að vextir og amortisation er reiknað fyrir alt árið. Það munar sárlitlu, vegna. þess að skipin voru meira en tvo þriðjunga bundin við ferðir hér við landið.

Hvað það snertir, að skipin væru of hátt bókfærð, þá getur hann ekkert um það sagt, enda snertir það ekki áreiðanleika skýrslu þeirrar, sem hr. Hendriksen hefir gefið. Og það dugar ekki í því efni að visa til söluverðsins á »Perwie«. Sem félagið tapaði á. Félagið hefir auðvitað orðið að borga rentu af þeim höfuðstól, sem skipin stóðu með í bókunum.

Satt að segja finst mér ekki ástæða til fyrir okkur til að halda að við höfum betra vit á þessu heldur en allir þeir menn sem hafa gert upp »bú« Thorefélagsins og slegið föstu, hvernig status var. Eg held það sé ekki of mikil hógværð þó við viðurkennum að þeir muni færa bækurnar eftir því sem rétt er og tíðkanlegt.