30.08.1913
Neðri deild: 47. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1920 í C-deild Alþingistíðinda. (1256)

35. mál, ný nöfn manna og ættarnöfn

Skúli Thoroddsen:

Það mun að vísu rétt hermt, að samþykt hafi verið á síðasta Alþingi þingsályktunartillaga, er lýtur að máli þessu, eina og hæstv. ráðherra mintist á; en umræður hafa þó engar orðið um málið í blöðum eða á mannfundum, eða þá eigi þær er teljandi séu, og eg hygg því, að almenningur hafi yfirleitt alls ekki búist við þessu frumv.

Þegar nú litið er til ágreiningsins, sem orðinn er milli meiri og minni hlutans, að því er frv. þetta snertir, þá álít eg, að heppilegra sé að málið gangi ekki fram að þessu sinni, en mönnum sé gefinn kostur á að ræða það ýtarlega. Eg vil því gera mitt til þess, að svo megi veða, og leyfi mér því að bera fram svohljóðandi.

Rökstudda dagskrá:

»Með því að æskilegt virðist, að þjóðinni gefist kostur á að ræða og íhuga málið áður en því verður ráðið til lykta, þykir deildinni ekki rétt að afgreiða lög um það að þessu sinni, og tekur því fyrir næsta mál á dagskránni«.

[Þessa dagskrá vantar í A-deildina].

Eg álít að öðru leyti óþarfa, að tala frekara um málið, en tel »rökstuddu dagskrána« heppilegustu úrlausnina, ekki sízt þegar þess er gætt, að frumvarpið leggur ný gjöld á menn, sem enginn hefir búist við.