30.08.1913
Neðri deild: 47. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1923 í C-deild Alþingistíðinda. (1258)

35. mál, ný nöfn manna og ættarnöfn

Matthías Ólafsson:

Eg get sparað mér langa ræðu, því að hv. 1. þm. S.-Múl. (J.Ól.) hefir tekið flest af því fram, sem eg ætlaði að segja. Þetta mál lá fyrir þinginu í fyrra, en þá var það ekki svo undirbúið að tök væru á því að ráða því til lykta. Var því samþykt þingsályktunartill., sem fer fram á það, að fela stjórninni að undirbúa málið og leggja það fyrir næsta þing. Og eg sé ekki betur, en það sé svo undirbúið, að sjálfsagt sé að samþykkja það. Þetta er sprottið af því, að mesta ringulreið er komin á heiti manna. Menn nefna sig kannske sitt árið hverju nafni og villa með því heimildir á Sér — oft til þess að komast undan »kreditorum« sínum. Annar er ekki tilgangur frumv. en að koma í veg fyrir þetta. Það eru settar reglur um, hvernig menn eigi að fara að því að taka upp ný nöfn. Engum er skipað að gera það, og engum heldur bannað það. Nefndin hefir verið svo frjálslynd, að hún hefir ekki einu sinni bannað þann versta óvanda, að menn séu að kenna sig við óðul, sem þeir hafa aldrei átt eina þúfu í. Það er eina og þegar menn í útlöndum eru að kalla sig »barón« eða »greifa«, »de« eða »van«, þetta og þetta, sem þeir aldrei lofa átt neitt í. Sem dæmi upp á slíkt hér á landi má meðal annars nefna »frá Vogi«.

Eg get ekki séð, að það spilli neitt tungunni, þótt menn t.d. nefni börn sín eftir einhverjum útlendingum, sem þeir þekkja að góðu og þykir vænt um.

Eg held það bætti lítið úr yfirleitt, að vera að hlaða utan um sig þeim kínverska múr, að þar komist engin útlend áhrif inn fyrir. Og eg er viss um það, að okkar vesaldómur hefir stafað meir af því, að við höfum ekki fengið nóg af menningarstraumum inn í landið.

Það má vera, að það hafi varðveitt málið okkar að nokkru leyti. En þótt mér þyki vænt um blessað máli okkar og áliti það gimstein, þá er eg óviss um, að það væri til minni hagsælda fyrir okkur þótt við tækjum eitthvað annað mál upp. Það er erfitt með öllum sínum breytingum. Og því flóknara sem það er, því erfiðaða veitir okkur að vekja athygli útlendinga á okkar landi, sögu og bókmentum, því að þeir eiga ilt með að læra það. Eg má segja, að það hafi verið málfræðingurinn Madvig, sem sagði það, að enskan væri fullkomnust allra mála, vegna þess hve lítið væri um beygingar þar. Eg er þess fullviss, að okkur yrði það hagur, ef málið yrði ekki alveg eins erfitt og það er.

Annars hefi eg ekki mikið meira um frumv. að segja. Mér virðist sjálfsagt, að samþykkja það núna. Að fara að skjóta því til stjórnarinnar aftur, virðist mér alveg óþarft. Það er svo undirbúið nú, að eg sé ekki að það vinni mikið við það.