08.07.1913
Neðri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í C-deild Alþingistíðinda. (127)

22. mál, eftirlit með fiskveiðum í landhelgi

Jón Magnússon:

Eg vildi að eins skjóta því til forseta, hvort eigi mætti altaf hafa hlutfallskosningar, þótt ekki væri beðið um þar í hvert einstakt sinn. Reynsla vor hér í háttv. deild nú hefir sýnt, að þeirra er altaf óskað, og þá er að eins töf að því að þurfa að biðja um þær í hvert sinn.