01.09.1913
Neðri deild: 48. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1933 í C-deild Alþingistíðinda. (1271)

102. mál, einkaréttur til að vinna salt úr sjó

Kristinn Daníelsson:

Eg stend hér upp vegna brtill., sem eg og annar þingmaður höfum leyft okkur að koma fram með.

Þessi breyt.till. er í samræmi við það semeg mintist á við síðustu umræðu málsins. Fanst mér það hart aðgöngu fyrir þann sem ætlaði að ráðast í þetta fyrirtæki að afgjaldið til landasjóðs yrði eftir 10 ár hækkað um alt að helmingi eða úr 5% alt að 10% af ágóðanum. Því höfum við, háttv. 1. þm. S.-MúI. (J.Ól.) og eg, komið okkur saman um breyt.till.. sem fer fram á það að þessi málsgrein í 5. gr. falli burtu. Getur landsstjórnin hækkað hundraðagjald þetta um alt að helmingi að 10 árum liðnum frá byrjun fyrirtækisins.

Við viljum að leyfishafinn greiði að eins þessa 5% af hreinum ágóða til landasjóða. Því maður verður að taka tillit til þess að töluverður skattur kemur til þess að hvíla á þessu fyrirtæki, svo sem vörutollurinn.

Síðari töluliðurinn í breyt.till. við frv. að eins í samræmi við hinn. Hefi eg svo ekki fleira að athuga við þetta frumvarp.