01.09.1913
Neðri deild: 48. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1934 í C-deild Alþingistíðinda. (1272)

102. mál, einkaréttur til að vinna salt úr sjó

Jón Ólafsson:

Herra forseti ! Eg stend að eins upp til þess að minnast á orðið í byrjun 5. gr.: »Af hreinum ágóða þessa fyrirtækis« o. s. frv. Eg vildi að það kæmi skýrt fram, hvað sé meint með þessu: «Hreinum ágóða«.

Eg skil þetta þannig, að það sé sá ágóði, sem skift mundi milli hluthafa, eða sem því svarar. Eg skil það svona, og ef enginn hér segist hafa annan skilning á, því, þá tel eg það að þessi skilningur felist í þessum orðum frumvarpsins.