01.09.1913
Neðri deild: 48. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1990 í C-deild Alþingistíðinda. (1287)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Einar Jónsson:

Hvort sem háttv. þm., sem nú var að setjast, hefði talað hátt eða látt, langt eða stutt, þá var það alt saman jafn óþarft. Mér finst það lítilsvirðing við þingið, þegar búið er að hafa 2. umr. um málið, að geta ekki skýrt afstöðu sína til brt. án þess að halda langar ræður. (Lárus H. Bjarnason: Til hvers er þá þm. að tala?). Til þess að reyna að fá aðra til að eyða ekki tímanum í vitleysu. Eg er ekki vanur að tefja þingtímann eins og aumir menn, sem bæði tala manna oftast og þurfa svo stundum að tala klukkutímum saman. Eg vil að við 3. umræðu greiði menn atkv. um þessar fáu brtill., sem fyrir liggja með sem fæstum málalengingum, og helzt vildi eg, að til væru einhver ákvæði í lögum, sem hönnuðu alla þessa mælgi.