02.09.1913
Neðri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2000 í C-deild Alþingistíðinda. (1296)

35. mál, ný nöfn manna og ættarnöfn

Framsm. meiri hl. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Það er mjög lítið að segja um þetta frumv. eins og það nú liggur fyrir. Þó get eg ekki lagst undir höfuð að minnast á 2 brt., sem eg hefi komið fram með á þgskj. 666. Við 2. umr. Var feld breytingartillaga við 13. gr., 3. málsgr., svo að hún þarf nú lagfæringar við. Eg hefi lagt til, að aftan Við 3. málsgr. bætist: »nema maður hafi ættarnafn«. Það er nauðsynlegt að gera þessa breytingu, af því að þegar um menn er að ræða, sem hafa ættarnafn, þá er oftast að menn þekkja ættarnafnið, en ekki víst að þeir þekki fornafnið fyrir því. T.d. Veit eg að margir hér í deildinni þekkja Obenhaupt og Debell, en eg tel vafasamt, að nokkur víti fornafnið á þessum mönnum. Eg vona að háttv. deild samþykki þessa breytingu.

Þá hefi eg komið fram með aðra brt. á sama þgskj. við sömu grein: Að aftan við hana bætist 4. málsgr. svo hljóðandi: Þó eru bókaskrár ekki háðar þessum fyrirmælum.

Það er mjög óviðkunnanlegt að þurfa að tvístra bókum sama mannsins í sömu skránni sinni á hvern stað. Það mætti þó til, ei lögin væru afgreidd eins og frumv. er nú orðað, ef sami maðurinn hefir skrifað bæði á íslenzku og öðrum málum. T.d. hefir séra Gunnlaugur Briem ritað bæði á dönsku og íslenzku og bækur hana og ritgerðir yrðu að atanda sumar (þær útlendu) undir »Briem«, en aðrar undir »Gunnlaugur«.

Þetta er alt og sumt, sem fyrir liggur af brtill., og vona eg að deildin samþykki þær og svo frumvarpið.