02.09.1913
Neðri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2016 í C-deild Alþingistíðinda. (1309)

26. mál, sparisjóðir

Ráðherranm (H.H.):

Eg er yfirleitt þakklátur hávttv. nefnd fyrir meðferð hennar á þessa máli. Þó vildi eg gjarnan óska, að hún hefði tekið upp aftur grein, sem háttv. efri deild hefi felt í burtu, 14. gr. stj.frv., með ákvæði um, að sparisjóðunum sé skylt að greiða árgjald í landssjóð, 1% af innstæðufénu. Eg sé ekki nokkra ástæðu, til þess, að sparisjóðirnir leggi ekkert til þeirra útgjalda, sem koma sjálfum þeim til hagsmuna. Og sparisjóðina munar ekki mikið um svo lágt gjald, en þegar það kemur saman frá öllum sparisjóðum landsins, þá munar landssjóð nm það. Fyrir þá sem vilja fella burtu eftirlitsmanninn og ekki hafa neinn kostnað á landssjóði við eftirlitið, getur verið eðlilegt að fella þetta burtu líka. En fyrir þá sem vilja halda eftirlitinu, get eg ekki séð neina ástæðu til að fella þetta. Eg get ekki heldur ekki séð, að ástæður minni hlutans fyrir að fella eftirlitsmanninn séu á rökum bygðar, og eg hygg, að lögin yrðu til lítils gagns, ef honum er slept, því að það þurfa að vera sams konar fyrirmæli viðvíkjandi eftirlitinu um land alt. Eg álít, að þessi lög séu þörf og hefðu átt að vera komin fram miklu fyr, því að það er enginn vafi á, að það er ýmsu ábótavant hjá sparisjóðum úti um landið, sem þyrfti að lagfæra, en þetta, sem hér er farið fram á, dregur úr því að tryggingin sé örugg. Það virtist vaka fyrir háttv. 2. þm. G.-K. (Kr. D.), að sparisjóðirnir ættu að vera gróðafyrirtæki. En eg verð að álíta, að svo sé ekki, heldur sé það aðaltilgangur þeirra, að geyma örugglega fé þeirra manna, sem eitthvað geta dregið saman, svo þeir geti verið óhræddir um, að því sé á glæ kastað. Að þessu stefnir laga boðið, og hygg eg það rétt vera. Viðvíkjandi sjálfskuldarábyrgðum skal eg taka það fram, að eg álít, ef vel væri, ætti það að vera bannað að lána sparisjóðsfé til annars en öruggra veðlána. Það er ekki hægt að banna það með öllu, en það ætti að vera sem minst af öðrum rýrari tryggingum. Það verður að hafa mjög mikla gæzlu á því, að rétt sé farið að, því að það er ekki ætlunarverk sparisjóðanna að vera bóngóðir og lána út á lélegar tryggingar. Það er hættulegt spor, sem sparisjóðirnir komast inn á, ef þeir álita að þeirra ætlunarverk sé að fullnægja fjárþörf sem flestra. Það er ekki aðalatriðið að geta dreift fénu sem víðast og gert sér sem flesta vini með lánveitingum, heldur hitt, að hafa féð ætíð geymt á sem öruggustum stað. Eg vona, að háttv. deild sleppi ekki úr huga þessu ætlunaverki sparisjóðanna þegar gengið verður til atkv., og komist að þeirri niðurstöðu, að það tjái ekki að fella niður fast og sams konar eftirlit um land alt.