09.07.1913
Neðri deild: 7. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 154 í C-deild Alþingistíðinda. (132)

21. mál, íslenskur sérfáni

Skúli Thoroddsen:

Eg hafði ekki ætlað að taka til máls. Það er hálfleiðinlegt að þurfa alt af að vera. að tyggja upp sömu orðin og sömu röksemdirnar ár eftir ár og þina eftir þing. Í raun og veru nægir að skírskota til þeirra orða og röksemda, sem eg hefi fært fyrir máli mínu, bæði í þingræðum og blaðagreinum.

En það, sem kom mér til þess að standa upp, var það, að eg vildi ekki, að ómótmælt stæðu þau ummæli hæstv. ráðherra, að vér hefðum engan rétt til þess að setja lög um íslenzkan fána, þar sem vér höfum meira að segja skýlaus lagafyrirmæli, er heimila oss það.

Það er því furða að heyra þau orð af vörum hæstv. ráðherra, sem berlega brjóta í bág Við þau lög, sem Danir hafa sjálfir sett og telja gildandi hér á landi, þ. e. stöðulögin 2. Jan. 1871.

Eg veit ekki betur en að það standi þar berum orðum, að »verzlun og siglingar« séu íslenzk sérmál. Getum vér því samþykt hvaða lög sem vér viljum þar að lútandi, því að samkvæmt stjórnarskránni hefir Ísland löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig« í öllum þeim málum, er stöðulögin telja sérstakleg málefni« vor. — Eða hvaða skip eru það, sem sigla á milli landa án þess að hafa einhvern fána? Fáninn er ekki annað en partur af skipinu, alveg eins og stýrið, ráin og reiðinn o.s. frv.

Vér höfum þannig viðurkenningu Dana sjálfra fyrir því, að siglingafánfáninn sé íslenzkt sérmál.

Hitt mega menn á hinn bóginn ekki láta villa sig, að Danir vilja, og hafa æ viljað, að ástandið héldist, sem nú er, þ. e. að danski fáninn sé notaður hér um aldur og ævi. — Hann hefir smeygt sér hér inn með kaupmannaatéttinni, sem til skamma tíma hefir verið aldönsk í anda.

Dönum þykir vænt um sinn fána, sem eðlilegt er, og vilja því að hann haldi áfram að blakta hér á landi sem verið hefir, enda hafa og eigi, er stöðulögin voru gefin, gert sér afleiðingarnar í þessu efni ljósár, fremur en hvað »fiskiveiðarnar« Snertir. Af því að þeir hafa til þessa notið þar jafnréttis í landhelgi Íslands, ætlast þeir til þess, að svo verði einatt, gætandi þess eigi, að eftir viðurkenningu sjálfra þeirra í stöðulögunum eru þær Íslenzkt sérmál, og íslenzka löggjafarvaldinu því heimilt að banna þeim og Færeyingum fiskiveiðar í landhelgi vorri, er því þóknast.

Það ætti ekki að vera erfitt fyrir íslenzkan lögfræðing, að sannfæra danska lögfræðinga um þetta, og eigi danska lögfræðinga að eins, heldur og hvern danskan alþýðurranninn, og situr því þá — satt að segja — fremur illa á Íslendingum að vilja gera rétt vorn minni en hann er. Hitt væri fremur afsakanlegt, þótt vér færum jafnvel feti lengra í kröfunum, en glöggustu lagafyrirmælin sýndu hann skýlausastan. En að fara jafnvel skemmra en Danir sjálfir hafa viðurkent, sbr. stöðuIögin, ætti eigi að heyrast.

Mótspyrna Dana stafar annars yfirleitt ekki af öðru en stórmensku, telja sig mikilmennin, og mega bjóða sér hvað sem er, þegar við þann er að eiga, sem þeir vita sér minni máttar, og er það þó furða, ekki meiri burgeisar en þeir eru sjálfir.

Dönum ætti þó að skiljast, að eigi lætur það Danmörku sýnast minni, þó að í erlendum höfnum sjáist blakta tvenns konar fánar, annar rauðhvítur, en hinn bláhvítur, og lúta þó bæði löndin, er fánana eiga, sama konunginum.

Annars hefir það aldrei þótt minkun, að sýna þeim veglyndi, sem minni máttar voru, heldur hefir það einatt þótt vottur fagurs og göfugs hugsunarháttar.

Eg ætla svo ekki að fjölyrða meira um þetta mál, — hefi að eins komið fram með breytingartill. af því að eg get ekki felt mig við það, að vér löggildum fána, sem að eins væri »heimafáni«, en ekki »verzlunarfáni«, þ. e. fáni, sem vér að eins mættum láta blakta á húsum vorum, en eigi sýna, er út fyrir landsteinana kemur. Væri slíkt sjálfum oss vanvirða, og sí og æ særandi tilhugsun fyrir hvern þann er fáninn er hugþekkur orðinn.

Það, að eigi fæst samþykki konungs, getur að sjálfsögðu tafið fyrir málinu um hríð. En þá er að sýna þrautseigjuna því meiri, unz sigurinn er unninn.

Hvað því víðvíkur, að íslenzkur fáni þurfi að fá viðurkenningu aunara þjóðerna, þá veit eg ekki, hver venja kann að vera í því efni. En hitt veit eg, að engum kemur það Við, né skiftir það máli, hvaða fána vér Íslendingar viljum nota á skipum vorum. Tilkynning til annara ríkja, að því er gerð fána vors snertir, hlyti því að sjálfsögðu að nægja.