02.09.1913
Neðri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2040 í C-deild Alþingistíðinda. (1321)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Skúli Thoroddsen:

Til stuðnings hinni rökstuddu dagskrá, sem eg leyfi mér að bera fram, þá er það tvent, sem ég hefi bent á í nefndaráliti mínu.

Skal eg þá fyrst minnast á það atriði, sem síðar er þá getið í nefndarálitinu; en það er tilboðið, sem stjórninni hefir borist frá »Norræna ritsímafélaginu mikla«, og fer í þá átt, að veita landinu hálfrar millión kr. lán, gegn ábyrgð landssjóðs, en þó að því tilskildu, að áfallna vexti og afborganir af láninu skuli greiða af tekjuafganginum af rekstri talsíma og ritaíma landsins áður en honum sé varið til annars.

Þetta eru þá kostnirnir, sem »Norræna ritsímafélagið mikla« setur landstjórninni að því er til lánveitingarinnar kemur. Verði gengið að þeim, ætlar félagið að vera svo »náðugt«, að veita lánið, til þess að landsímanum verði þá komið til fleiri héraða landsins en enn er, — veit, sem er, að fjölgun símanna verður til þess, að auka þá og að mun tekjurnar af sæsímanum.

Eg get nú ekki betur séð, en að landinu sé gerð hrein og bein vanvirða með með því að ætlast til þess, að það gangi að þessum lánskjörum, þar sem félagið eigi lætur sér nægja ábyrgð landssjóðs, heldur krefst einnig í ofanálag slíkrar bindingar, eða veðsetningar á tekjunum af símanum,

Tel eg landinu það því ekkert áhorfsmál, að taka lánið heldur annarstaðar, þó dýrara væri, en að ganga að þessum kostum, sbr. þá og að öðru leyti nefndarálit mitt.

Lántaka, sem bundin er skilyrðum, sem hér ræðir um, hlyti og að geta vakið vantraust á landinu og fjárhag þess í öðrum löndum, og gæti þá á þann hátt bakað landinu mun meira tjón en þó það yrði að borga nokkuð hærri vexti af láni, er það fengi annarstaðar.

Þá ætla eg og að minnast ögn á hitt atriðið, sem vikið er að í nefndaráliti mínu, þótt sízt ætti þess nú að vera þörf, jafn oft sem eg þegar hefi bent á það á undanförnum þingum, sem og á þinginu í sumar.

En þetta atriði er það, að lögin frá 22. Okt. 19l2, um ritsíma og talsímakerfi Íslanda, eru bygð á ramskökkum grundvelli, þ.e. eru í fylsta máta ójafnaðarlög, sem brýna nauðsyn ber því til, að tekin verði til gagngerðrar endurskoðunar sem allra bráðast.

Það er og augljóst, að efri deild hefir fundið mjög ríki til þessa, þar sem hún hefir samþykt, að tvær svonefndar annars flokks línur verði færðar í fyrsta flokkinn, þ.e. Siglufjarðar- og Patreksfjarðar-línurnar.

Það er og ekki rétt — eins og eg hefi margsinnis bent á — að gera þeim erfiðara fyrir, sem verst eru settir, þ.e. þeim sem afskektastir eru, eða öðrum fámennari eða fátækari, eða að öðru leyti eiga öðrum fremur við mikla örðugleika að stríða, sbr. nefndarálit mitt.

Þó að háttv. framsögum. álíti lögin góð, get eg ekki bygt mikið á því, þar sem hann hefir í þessu máli tjáð sig sem algerlega til tilfinningarlausa veru, sem stafar þá að líkindum eigi hvað sízt af því, að kjördæmi hans, Suður-Þingeyjarsýsla, er ekki í tölu þeirra héraða, sem við óréttinn eiga að búa.

Eg er sannfærður um það, að hefði Suður-Þingeyjarsýsla verið í tölu þeirra héraðanna, sem rangaleitnin bitnar á en ekki í tölu hinna, sem símann fengu ókeypis —, þá mundi háttv. framstigum. hafa verið einn hinna fyrstu til að greiða atkvæði móti lögunum.

En svo er um eigi fáa, að þeir skilja eigi — eða vilja eigi skilja — fyr en »skellur í tönnunum«, þ. e. annara kvöl er þeim eigi sem eigin kvöl væri, — finna þá fyrst til, er órétturinn bitnar á þeim sjálfum.

Að því er það því næst snertir, að landssjóði yrði það dýrt, að borga héruðunum aftur fé, það er þau þegar hafa greitt sem tillag til símanna, þá er hvorttveggja, að eigi er hér enn um þá stórupphæð að ræða, að landssjóðinn muni það miklu, enda er hverjum, sem öðrum hefir geri rangt, ekkert skyldara — enda ætti og ekkert ljúfara að vera —, en að bæta þá sem fyrst fyrir óréttinn.

Það er vitaskuld, að þegar háttv. þingmenn setja sér það, að gera æ ið ranga í þessu máli — vitandi þó, og sí-finnandi hið rétta —, þá þýða við slíka menn alls engin orð, og ætla eg því ekki að eyða fleiri orðum um málið.