02.09.1913
Neðri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2051 í C-deild Alþingistíðinda. (1331)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Framsögum. meiri hl. (Pétur Jónsson):

Eg ætla lítillega að minnast á ræðu háttv. 1. þm. Eyf. (St. St.). Honum þótti leitt, að nefndin skyldi ekki fallaat á, að setja Siglufjarðrasímann í fyrsta flokk. Eg skil ekki, hvers vegna hann, svo góður og gegn maður, vill fara að raska öllum grundvelli símalaganna, af því að sími þessi er í hans kjördæmi. En að þessi sími yrði færður í fyrsta flokk, þá mundi fjöldi annara sveita heimta að þeirra símar yrðu líka teknir í fyrsta flokk. Endalaust þref mundi verða úr þessu á þingi.

Hann sagði, að aðrar línur þyldu ekki samanburð við Siglufjarðarlínuna, hvað tekjurnar snerti. Því fer nú samt betur, að Siglufjarðarsíminn er ekki alveg einstakur í sinni röð um tekjur fram yfir kostnað.

Þá hefir verið skírskotað til landsímastjórana um þetta mál. Eg hefi nú í höndum bréf frá honum til nefndarinnar og skal eg með leyfi hæstv. forseta lesa upp úr því nokkur orð:

»Að því er snertir arðsemi Siglufjarðarsímans, þá er hún að miklu leyti undir því komin, að in árlega síldveiði haldist, en síldveiðina mun mega telja óvissari en t.d. þorskveiðar«.

Þetta eru bein andmæli gegn því, að taka. Siglufjarðarsímann upp í 1. flokk. Það hefir verið sagt hér, að Siglufjarðarsíminn ætti alveg, eins að komast í 1. flokk og Vestmannaeyjasíminn. En þetta er ekki rétt. Á Siglufirði er mest um fiskveiðar útlendra manna, og það nær yfir part úr sumrinu. Það eru þessir menn, sem bera uppi símann og geta það. En í Vestmannaeyjum eru innlendar fiskveiðar miklar og viðkomustaður margra skipa, er þau koma fyrst frá útlöndum.

Samanburður, Sá sem gerður er af nefndinni í Ed. um það, hvernig þessir símar bera sig, er heldur ekki nákvæmur. Það virðist í skýrslunni, sem nefndin áliti, að Siglufjarðarsíminn stæði þar framar Vestmannaeyjasímanum. En við það er að athuga, að þegar Siglufjarðarsíminn var lagður, þá þurfti að bæta á línuna frá skiftistöðinni til Akureyrar aukaþræði sem kostaði 12 þús. kr. Og þetta verður að telja með Stofnkostnaði símans. Þetta hefir Ed. sézt yfir.

Sama mætti segja um fleiri linur. Yfirleitt taka menn ekki nægilega mikið tillit til þess, hver ógrynni hefir kostað að auka aðallinuna með þráðum vegna hliðarlínanna.

Þegar farið er nákvæmlega út í þennan reikning, sést það, að Siglufjarðarsíminn stendur alls ekki eins framarlega og í fljótu bragði virðist. En eins og hæstv. ráðherra tók fram, eru þarna reknar miklar síldveiðar af útlending. um. Hreppurinn tók mikinn þátt í kostnaði við lagningu simans og verður því að standa straum af töluverðri upphæð. Þetta er alveg satt. En eg sé ekki betur en að hreppurinn eigi hægt með að ná sér niðri á þeim útlendingum, sem þar stunda fiskveiðar, eins og mér er líka kunnugt um, að hann gerir.

Eg endurtek það, að eg álít það ábyrgðarhluta að vera á móti lántökunni. Mér þykir hæpið, að vér fáum nokkurt lán í viðbót við önnur lán, ef vér höfnum þessu. Það er ekki til neins að spyrja, hvernig standi á því, að stóra norræna félagið setji þessi skilyrði, úr því að það vili ekki lána með öðru móti. Þetta stendur fast. Þeir sem vilja girða fyrir það, að vér jáum þetta lán, þeir verða að sýna og sanna, að vér getum fengið lán á annan hátt, og þeir bera ábyrgðina á því, ef nú verða hindranir á inum fyrirhuguðu símalagningum næstu ár og öllum þeim vonbrigðum, sem af slíku stafa fyrir ýmsa landsmenn.