02.09.1913
Neðri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2061 í C-deild Alþingistíðinda. (1340)

88. mál, lögskipaðir endurskoðendur

Framsm. meiri hl. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Háttv, minni hl. neyðir mig til þess að standa upp einu einni enn.

Eg stend við það, að mér heyrðist svo á honum í nefndinni, sem það vekti fyrir honum, að byrja með lögskipuðum endurskoðendum í stærri kaupstöðunum, og þá getur orðið talsvert erfitt og kostnaðarsamt að ná í þá fyrir fjarlæg héruð. Og honum hlýtur líka að vera nema með fáum og stórum umdæmum. Þeim getur fjölgað seinna.

Viðvíkjandi því sem hann var að tala um hlutafélögin, að það væri hluthafanna vegna, að hann vildi lögskylda þau til þess að nota þessa einu endurskoðendur, þá skal eg geta þess, að þetta gæti venjulega því að eins komið að gagni, að endurskoðun væri lögleidd á hlutaútboðinu (Prospectus). En hafi menn einu sinni neglt sig, þá verður ekki feigum forðað. Þeir verða að bera skellinn og mega sjálfum sér um kenna. Þetta væri að vernda þá fyrir sjálfum sér — og mundi samt ekki koma að haldi. Eg get því ekki lagt mikið upp úr þessari ástæðu hans.

Líka er eg sannfærður um það, að þeir sem til ná, muni einmitt nota þessa lögskipuðu endurskoðendur og enga aðra, en hinum, sem fjarlægari eru, sérstaklega smáfélögum og sjóðum, yrði alt of mikið íþyngt með þessari skyldu. Kostnaðurinn við endurskoðunina gæti alveg gleypt þau.