02.09.1913
Neðri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2062 í C-deild Alþingistíðinda. (1342)

88. mál, lögskipaðir endurskoðendur

Jón Magnússon:

Eg hygg, að nokkuð lengra sé farið í þessu frumv. en háttv. flutningsm. hafi ætlast til. Eg hygg t.d. að það geti varla verið meiningin — en svo kemur það fyrir sjónir í frumv. — ef tveir menn leggja fé í eitthvert fyrirtæki, t.d. halda úti bát, að þeir séu þá skyldir að láta endurskoða reikninga sína árlega. Það getur ómögulega verið rétt, að setja hvern einn smáatvinnufélagsakap undir opinbert eftirlit, enda yrði það til að baka mönnum alveg óþarfan og oft óhæfilegan kostnað.