03.09.1913
Neðri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2077 í C-deild Alþingistíðinda. (1355)

43. mál, samþykktir um hringnótaveiði

Matthías Ólafsson:

Háttv. þm. S.- Þing. (P.J.) sagði að eg hefði ekkert vit á því, sem eg væri að fara með. Það er altaf hægt að segja, en það eru engar röksemdir.

Þótt eg sé ekki sjónarvottur að veiðinni á Eyjafirði, þá hefi eg talað við menn, sem voru henni mjög kunnugir og hafa þeir sagt það, að þó að ekki sé hægt að veiða fyrir utan Hrísey, þá sé þó fært að veiða fyrir innan hana. Þessu ber líka saman víð reynslu allra sjómanna. Eg er sjálfur gamall sjó maður og þekki þetta vel, að það er hægt að fiska inn á firði, þó það sé ófært fyrir utan fyrir stormi.

Eg hefi talað við útgerðarmenn, sem stunda herpinótaveiði og hafa þeir sagt mér að þeir veiði fyrir fleiri þús. kr. á ári að mineta kosti innan við Hrísey. Væri því hlægilegt að fara að svifta þá þessum hagnaði, þegar engin líkindi eru til þess að neinir aðrir hafi neitt gagn af því. Er það hlægilegt a,ð vera að reyna að reisa rönd við nýjum aðferðum af því að þær keppa við þær gömlu. En svona er það alt af. Ef eitthvað nýtt kemur upp, er sjálfsagt að reyna að spyrna á móti því, en það eru að eins skammsýnir menn, sem það gera. Og þetta er skammsýni.

Sannfæring háttv. þm. S.-Þing. (P.J.) um það, að þessi lög komi að gagni, er ekki á neinu bygð. Og heldur ekki hefir hann getað sannað það, að herpinótaveiðin hafi skaðleg áhrif á síldarveiðina. Hann veit það, háttv. þm., að síldarveiði hefir oft og mörgum sinnum verið lítil löngu áður en byrjað var að veiða með herpinótum. Og því er engan veginn hægt að sanna, að lítil síldarveiði nú sé að kenna herpinótaveiðinni. Eg man eftir þeim ósköpum, sem á gengu á Ísafirði á móti hvalveiðamönuunum. Menn sögðu þá að þeir myndu alveg gereyðileggja allan fiskiútveg. Nú eru menn steinhættir því að fást um það. Menn eru nú sannfærðir um að það hefir hreint ekkert að segja. Og hugsa eg nú reyndar helzt að þessi óskapagangur hafi ekki verið sprottinn af hræðslu við það, að hvalveiðarnar myndu spilla fyrir öðrum fiskiveiðum, heldur hafi hann eingöngu verið sprottin af öfund, af því að menn gátu ekki sjálfir rekið hvalaveiðar. Og eg játa það, að mönnum hafi verið vorkunn, þó þeim þætti leiðinlegt að sjá útlendingana raka saman fé fyrir augunum á þeim. En hér þarf ekki að ræða um neina slíka öfundsýki, því hér eru það ekki útlendingar sem eiga í hlut, heldur Íslendingar sjálfir. Og þessi 5 ára reynsla gæti orðið nokkuð dýr ef hún yrði til þess að ekkert fiskaðist. Það hefir oft komið fyrir, að ekkert hefði fiskast ef ekki hefði verið hægt að veiða inni á fjörðum. Og teldi eg það mikinn skaða, ef lög þessi yrðu til þess.

Eg held því fram ennþá, að það er mjög vafasamt að lög þessi verði að nokkru gagni, en hitt er víst, að það verða að miklu tjóni.