03.09.1913
Neðri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2104 í C-deild Alþingistíðinda. (1386)

95. mál, málskostnaður

Herra forseti! Þetta frumv. er þgskj. 200, og er eg flutningsm. þess. Nefndin, sem þetta mál hafði til meðferðar, hefir orðið ásátt um að ráða háttv. deild, til þess að samþykkja það með lítils háttar breytingu.

Breytingin er í því fólgin, að takmarka ákvæði frumvarpsins. Það stendur í frumvarpinu, að þegar stefndi í einkamáli sé algerlega sýknaður, þá skuli dæma honum málakostnað að skaðlausu frá hinum. Þetta vill nefndin fella burt, en setja í staðinn, að þá skuli dóma honum málskostnað frá gagnaðilja eftir reikningi, sem dómstóllinn úrskurðar. Sumum í nefndinni þótti ekki rétt að dæma stefnda málskostnað þó að hann væri sýknaður; töldu að hann gæti verið sýknaður vegna ónógra sannana. Nefndin varð þó að síðustu sammála um, að ráða háttv. deild til þess að samþykkja frumvarpið þannig breytt. Eg vildi nú mæla með því, að breytingar þessar yrðu samþyktar, því að frumvarpið er áreiðanlega bót frá núgildandi lögum.